Körfubolti

Lokaviðtalið við Craig Sager

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íþróttafréttamaðurinn vinsæli Craig Sager lést þann 15. desember síðastliðinn og skömmu fyrir jól var birt síðasta viðtalið sem hann gaf áður en hann lést.

Það var við CBS og er viðtalið var tekið vissi Sager að hann ætti ekki mikið eftir ólifað. Þó svo hann væri í slæmu ástandi passaði hann samt að sjálfsögðu upp á að vera í flottum jakka. Alltaf smekkmaður.

Viðtalið er bæði átakanlegt og fallegt enda snerti Sager marga í baráttu sinni við krabbamein. Baráttu sem hann háði af reisn og hörku.

Hann var orðinn einn þekktasti krabbameinssjúklingur Bandaríkjanna og blés mörgum anda í brjóst með því hvernig hann tæklaði sín veikindi.

Það er vel þess virði að gefa sér nokkrar mínútur til þess að horfa á viðtalið hér að ofan.

NBA

Tengdar fréttir

Popovich gaf syni Sager fallega gjöf

Hinn hrjúfi þjálfari San Antonio Spurs, Gregg Popovich, hefur sýnt mjúku hliðarnar í kringum andlát íþróttafréttamannsins Craig Sager.

Craig Sager látinn

Íþróttafréttamaðurinn skrautlegi og skemmtilegi, Craig Sager, lést í dag 65 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×