Innlent

Lokanir hitaveitu í Hafnarfirði á morgun

Birta Svavarsdóttir skrifar
Heitavatnslaust verður frá kl. 09:00 og fram eftir degi í iðnaðarhverfi austan Fjarðarhrauns, einnig þeim hluta er tilheyrir Garðabæ.
Heitavatnslaust verður frá kl. 09:00 og fram eftir degi í iðnaðarhverfi austan Fjarðarhrauns, einnig þeim hluta er tilheyrir Garðabæ. vísir/valli
Á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst, verður heitavatnslaust frá klukkan 09:00 og fram eftir degi í iðnaðarhverfi austan Fjarðarhrauns, einnig þeim hluta er tilheyrir Garðabæ, og skertur þrýstingur gæti verið á hitaveitu í Hraunum og í Norður- og Vesturbæ. Í hverfum sunnan lækjar; Setbergi og miðbæ, verður engin röskun á afhendingu heits vatns. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá Veitum nú í dag.

Heitavatnsleysið kemur til vegna viðgerðar á stofnæð hitaveitu Veitna við Fjarðarhraun í Hafnarfirði.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Ef breytingar verða á áætlunum má fá upplýsingar um þær á veitur.is og á Facebook-síðu Veitna, facebook.com/veitur.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×