Innlent

Lokafundur á hádegi: Píratar og Samfylkingin hafa samþykkt formlegar viðræður

Birgir Olgeirsson skrifar
Leiðtogar flokkanna fimm í þinghúsinu í kvöld.
Leiðtogar flokkanna fimm í þinghúsinu í kvöld. Vísir/Stefán
Þingflokkur Pírata hefur samþykkt einróma að farið verði í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna.

Þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkt einnig slíka ályktun á sínum fundi í kvöld.

Vinstri græn hafa ekki samþykkt slíka ákvörðun og eru sögð þurfa meiri tíma til umhugsunar. Leiðtogar flokkanna fimm munu hittast klukkan 12 á hádegi á morgun en að þeim fundi loknum mun ráðast hvort flokkarnir munu hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Þingflokksfundum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er lokið en ekki er vitað hvort þar hafi verið samþykkt að fara í formlegar viðræður.

Fundahöldin hófust klukkan hálf átta í kvöld á nefndarsviði Alþingis þar sem leiðtogar flokkanna fimm ræddust við. Um níu leytið funduðu síðan þingflokkar í sínum þingflokksherbergjum en þingflokkur Viðreisnar fundaði á nefndarsviði Alþingis.

Um hálf ellefu leytið í kvöld færðu þingmenn Bjartrar framtíðar sig úr þingflokksherbergi sínu og yfir á nefndarsvið Alþingis, þar sem þingflokkur Viðreisnar fundaði.


Tengdar fréttir

Ennþá ágreiningur um stór mál

Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×