Innlent

Lokað vegna vorkulda

Svavar Hávarðsson skrifar
Aðeins er veitt á flugu til 15. júní – öllum urriðum skal sleppt.
Aðeins er veitt á flugu til 15. júní – öllum urriðum skal sleppt. mynd/hinrik
Þjóðgarðsvörður hefur framlengt bann við stangveiði með beitu í Þingvallavatni vegna vorkulda og síðbúinnar göngu stórurriðans hans vegna.

Veiði á allt agn átti að vera leyfilegt frá og með næsta mánudegi, 1. júní, en skyndilokun þjóðgarðsvarðar þýðir að aðeins fluguveiði er leyfð til 15. júní. Sleppa skal öllum veiddum fiski eins og skylda hefur verið til í vor. Þessi maímánuður er sá kaldasti frá 1977 og því er allt lífríkið á eftir áætlun og því talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða til verndunar urriðastofnsins.

Í tilkynningu segir að mikil uppbygging hefur átt sér stað á urriðastofninum í Þingvallavatni undanfarin ár. „Hætt er við því að stórt skarð yrði höggvið í stofninn ef beituveiði myndi hefjast þar 1. júní. Ekki bætir úr skák að bleikjan er einnig á eftir áætlun og varla farin að sjást í vötnum landsins þannig að álag á þjóðgarðinn með beituveiði yrði enn meira fyrir vikið þar sem veiðiálag dreifist lítið á önnur vatnasvæði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×