Lokað á Stóru systur á Einkamálum Erla Hlynsdóttir skrifar 21. október 2011 12:09 Einkamál hefur lokað fyrir nokkra reikninga Stóru systur á vefnum eftir að hún sendi vændiskaupendum skilaboð um hvar þeir gætu leitað sér hjálpar. Talsmaður Einkamála segir að tölvukerfi vefsins loki reikningum fólks sem ítrekað sendir fjöldapósta. Aðgerðahópurinn Stóra systir hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en í vikunni afhenti hún lögreglu nöfn og símanúmer fjölda manna sem höfðu óskað eftir að kaupa vændi. „Stóra systir er með nokkra reikninga á einkamal.is og hefur verið þar inni að vinna ýmsa vinnu. Nú var einum reikningi lokað í gærkvöldi eftir að vera búin að senda á menn sem höfðu verið að falast eftir kynlífskaupum, skilaboð um hvert þeir geta snúið sér til að fá hjálp við því að komast úr úr sínum vanda, hjálp til að hætta vændiskaupum," segir ein af Stóru systrunum. Engar skýringar fylgdu því að reikningum var lokað. Fréttastofa hafði samband við Einkamál og fengust þar þau svör að tölvukerfi einkamála lokaði sjálfkrafa reikningum sem senda ítrekað frá sér fjöldasendingar. Þannig sé það ekki svo að Einkamál loki sérstaklega á reikninga Stóru systur. Von er á yfirlýsingu frá Einkamálum síðar í dag vegna umfjöllunar um vændi á vef þeirra. „Við höfum ekki verið í samstarfi við forsvarsmenn en við óskum eftir því samstarfi," segir stóra systirin. Stóra systir segist engin viðbrögð hafa fengið frá þeim mönnum sem hún hefur sent upplýsingar um hvar hægt er að leita sér hjálpar. „En við trúum því að það sé vegna þess að þeir séu að meðtaka skilaboðin og íhuga hvað þeir geta gert," segir stóra systirin.Meðlimir í Stóru systur hafa hingað til ekki komið fram undir nafni og hulið andlit sín, af hverju er það? „Ætli sterkasta ástæðan fyrir þvi að við komum allar saman fram undir einu nafni stóru systur er að við gerum okkur fulla grein fyrir því að það eru misyndismenn úti í samfélaginu sem eiga hagsmuna að gæta í því að við séum ekki að vinna okkar vinnu og við viljum ekki útsetja okkur fyrir því að verða fyrir barðinu á þeim hrottum," útskýrir stóra systirin að lokum. Meðfylgjandi er frétt úr fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag þegar hópurinn hélt blaðamannafund og afhenti lögreglu nafnalista. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Einkamál hefur lokað fyrir nokkra reikninga Stóru systur á vefnum eftir að hún sendi vændiskaupendum skilaboð um hvar þeir gætu leitað sér hjálpar. Talsmaður Einkamála segir að tölvukerfi vefsins loki reikningum fólks sem ítrekað sendir fjöldapósta. Aðgerðahópurinn Stóra systir hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en í vikunni afhenti hún lögreglu nöfn og símanúmer fjölda manna sem höfðu óskað eftir að kaupa vændi. „Stóra systir er með nokkra reikninga á einkamal.is og hefur verið þar inni að vinna ýmsa vinnu. Nú var einum reikningi lokað í gærkvöldi eftir að vera búin að senda á menn sem höfðu verið að falast eftir kynlífskaupum, skilaboð um hvert þeir geta snúið sér til að fá hjálp við því að komast úr úr sínum vanda, hjálp til að hætta vændiskaupum," segir ein af Stóru systrunum. Engar skýringar fylgdu því að reikningum var lokað. Fréttastofa hafði samband við Einkamál og fengust þar þau svör að tölvukerfi einkamála lokaði sjálfkrafa reikningum sem senda ítrekað frá sér fjöldasendingar. Þannig sé það ekki svo að Einkamál loki sérstaklega á reikninga Stóru systur. Von er á yfirlýsingu frá Einkamálum síðar í dag vegna umfjöllunar um vændi á vef þeirra. „Við höfum ekki verið í samstarfi við forsvarsmenn en við óskum eftir því samstarfi," segir stóra systirin. Stóra systir segist engin viðbrögð hafa fengið frá þeim mönnum sem hún hefur sent upplýsingar um hvar hægt er að leita sér hjálpar. „En við trúum því að það sé vegna þess að þeir séu að meðtaka skilaboðin og íhuga hvað þeir geta gert," segir stóra systirin.Meðlimir í Stóru systur hafa hingað til ekki komið fram undir nafni og hulið andlit sín, af hverju er það? „Ætli sterkasta ástæðan fyrir þvi að við komum allar saman fram undir einu nafni stóru systur er að við gerum okkur fulla grein fyrir því að það eru misyndismenn úti í samfélaginu sem eiga hagsmuna að gæta í því að við séum ekki að vinna okkar vinnu og við viljum ekki útsetja okkur fyrir því að verða fyrir barðinu á þeim hrottum," útskýrir stóra systirin að lokum. Meðfylgjandi er frétt úr fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag þegar hópurinn hélt blaðamannafund og afhenti lögreglu nafnalista.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira