Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. ágúst 2015 07:00 "Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð,“ segir Ásdís Hrönn Viðarsdóttir. Myndin er sviðsett. vísir/pjetur „Málið er að þetta klúðraðist hjá okkur. Hún átti ekki að þurfa að bíða svona lengi,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Akureyri, um kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudaginn að fyrrverandi sambýlismaður Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur væri aftur farinn að ofsækja hana eftir tíu mánaða hlé. Hann hafi sent henni um tvö hundruð skilaboð í júlí síðastliðnum í kjölfar þess að hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Ásdís krafðist nálgunarbanns á ný í byrjun júlí þar sem maðurinn byrjaði að ofsækja hana aftur í kjölfar dómsins. Meira en mánuði eftir kröfu hennar var enn ekki búið að úrskurða hann í nálgunarbann.Eyþór ÞorbergssonMaðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann á miðvikudaginn að sögn Eyþórs. „Það á bara eftir að birta það. Lögreglan í Reykjavík birtir það,“ segir Eyþór. Mál Ásdísar hefur vakið athygli en hún og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011. Eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Hún sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og veitti innsýn í líf þeirra sem þola ofsóknir fyrrverandi maka. „Þetta lá á borðinu hjá mér og við höfum bara sólarhring frá því krafan kemur upp til þess að úrskurða um nálgunarbann, það er stuttur tími,“ segir Eyþór og bætir við að málið hafi verið sent til Reykjavíkur þann 27. júlí í þeim tilgangi að láta taka skýrslu af manninum. „Það hefði hugsanlega ekki þurft. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því um hvaða mál ræddi. Þetta var í bunkanum hérna hjá mér og ég var ekki alveg að tengja,“ segir Eyþór. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er klúðrað. Ég lenti í því sama árið 2013. Ég bað um nálgunarbann og þurfti svo að fara aftur því það klúðraðist eitthvað. Ég fékk aldrei að vita hvað það var,“ segir Ásdís um málið. Þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi hafði hún ekki fengið fregnir af því að loks væri búið að úrskurða manninn í nálgunarbann. Að sögn Ásdísar talaði hún við lögreglustjórann á Þórshöfn í júlímánuði og lét vita af því að ekkert hefði verið aðhafst í kröfu hennar um nálgunarbann og að maðurinn héldi sífellt áfram að ofsækja hana. „Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn sagði þá við mig að hann væri búinn að ýta á eftir málinu á Akureyri og að málið hefði forgang. Samt gerðist ekki neitt í heilan mánuð,“ segir Ásdís og bætir við að reynsla hennar af kerfinu sé ekki góð. „Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð. Síðustu skilaboðin fékk ég í gærkvöldi þannig að hann er að brjóta nálgunarbannið eins og svo oft áður.“ Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Málið er að þetta klúðraðist hjá okkur. Hún átti ekki að þurfa að bíða svona lengi,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Akureyri, um kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudaginn að fyrrverandi sambýlismaður Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur væri aftur farinn að ofsækja hana eftir tíu mánaða hlé. Hann hafi sent henni um tvö hundruð skilaboð í júlí síðastliðnum í kjölfar þess að hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Ásdís krafðist nálgunarbanns á ný í byrjun júlí þar sem maðurinn byrjaði að ofsækja hana aftur í kjölfar dómsins. Meira en mánuði eftir kröfu hennar var enn ekki búið að úrskurða hann í nálgunarbann.Eyþór ÞorbergssonMaðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann á miðvikudaginn að sögn Eyþórs. „Það á bara eftir að birta það. Lögreglan í Reykjavík birtir það,“ segir Eyþór. Mál Ásdísar hefur vakið athygli en hún og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011. Eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Hún sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og veitti innsýn í líf þeirra sem þola ofsóknir fyrrverandi maka. „Þetta lá á borðinu hjá mér og við höfum bara sólarhring frá því krafan kemur upp til þess að úrskurða um nálgunarbann, það er stuttur tími,“ segir Eyþór og bætir við að málið hafi verið sent til Reykjavíkur þann 27. júlí í þeim tilgangi að láta taka skýrslu af manninum. „Það hefði hugsanlega ekki þurft. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því um hvaða mál ræddi. Þetta var í bunkanum hérna hjá mér og ég var ekki alveg að tengja,“ segir Eyþór. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er klúðrað. Ég lenti í því sama árið 2013. Ég bað um nálgunarbann og þurfti svo að fara aftur því það klúðraðist eitthvað. Ég fékk aldrei að vita hvað það var,“ segir Ásdís um málið. Þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi hafði hún ekki fengið fregnir af því að loks væri búið að úrskurða manninn í nálgunarbann. Að sögn Ásdísar talaði hún við lögreglustjórann á Þórshöfn í júlímánuði og lét vita af því að ekkert hefði verið aðhafst í kröfu hennar um nálgunarbann og að maðurinn héldi sífellt áfram að ofsækja hana. „Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn sagði þá við mig að hann væri búinn að ýta á eftir málinu á Akureyri og að málið hefði forgang. Samt gerðist ekki neitt í heilan mánuð,“ segir Ásdís og bætir við að reynsla hennar af kerfinu sé ekki góð. „Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð. Síðustu skilaboðin fékk ég í gærkvöldi þannig að hann er að brjóta nálgunarbannið eins og svo oft áður.“
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent