Innlent

Lögreglustjóri telur ekki hafa verið staðið rétt að líkamsleit á 16 ára stúlku

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Máli sextán ára stúlku sem lögreglan lét afklæðast í fangaklefa hefur veirð sent til héraðssaksóknara.
Máli sextán ára stúlku sem lögreglan lét afklæðast í fangaklefa hefur veirð sent til héraðssaksóknara. vísir/stefán
Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ekki hafi verið staðið rétt að líkamsleit sem lögreglumenn embættisins gerðu á sextán ára stúlku. Hefur málið verið sent til héraðssaksóknara til rannsóknar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Vesturlandi sem ekki hefur viljað tjá sig um málið.

Fréttablaðið greindi frá málinu á þriðjudag en þar kom fram að stúlkan hefði stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar sem átti sér stað í ágúst síðastliðnum.

Stúlkan, sem var sextán ára þegar atvikið átti sér stað, var handtekin ásamt öðrum sem voru samferða í bíl á leið frá Ólafsvík til Reykjavíkur og færð á lögreglustöðin á Akranesi. Hún ber því að þegar þangað hafi verið komið hafi hún verið lokuð inni í fangaklefa ásamt annarri stúlku sem líka var undir lögaldri.

Í klefanum framkvæmdi lögregluþjónn líkamsleit á stúlkunni að hinni viðstaddri og var henni skipað að klæða sig úr öllum fötum. Stúlkan hlýddi því og stóð nakin í fangaklefanum. Því næst var hún beðin að beygja sig fram og lögregluþjónn skoðaði kynfæri hennar og rass, án snertingar.

Ekki var haft samband við forráðamenn stúlkunnar eða barnavernd áður en þessi skoðun eða leit átti sér stað.

Í yfirlýsingu sem lögreglustjórinn birti á þriðjudag kom fram að hann myndi ekki tjá sig um málið.


Tengdar fréttir

Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar

Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m

Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi

Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld.

Segir mál stúlkunnar á Akranesi því miður ekki einsdæmi

„Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×