Lífið

Lögregluembætti „battla“ um heim allan

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan í Nýja Sjálandi virðist hafa komið af stað alþjóðlegri danskeppni lögregluembætta með nýjasta uppátæki sínu. Myndband af nokkrum lögegluþjónum að dansa Running man dansinn hefur farið víða um netið. Lögreglan í New York hefur svarað og fleiri embætti skipuleggja einnig svör.

Meðal annars skoraði lögreglan í Nýja Sjálandi á lögregluna í New York, Los Angeles, Ástralíu, Tasmaníu og Scilly eyjum.

Áskorunin felur í sér að dansa Running man dansinn við lagið My Boo.

Fyrstir til að svara var lögreglan í New York, eins og sjá mér að neðan. Lögreglan á Scilly svaraði hins vegar áskoruninni með ákveðinni neikvæðni.

Þar segir að á meðan lögreglan í Nýja Sjálandi búi yfir þúsundum lögregluþjóna séu þeir einungis fimm á Scilly. Auk kattar sem stundur heldur til í lögreglustöðinni. Samanlagður aldur þeirra sex er rúmlega 300.

Þá hefur lögreglan í LA sagt að lögregluþjónar þar séu byrjaðir á teygjuæfingum.

Þeir sem bjuggu running man dansinn til eru þeir Kevin Vincent og Jeremiah Hall. Þeir voru nýverið gestir Ellen þar sem þær ræddu uppruna dansins. Þeir eru saman í skóla og voru að læra fjármál þegar þeim leiddist svo að þeir fóru að dansa og syngja.

Síðan tóku tveir körfuboltamenn sig saman og gerði slíkt hið sama og birtu myndband af því á samfélagsmiðlum. Þá var ekki aftur snúið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×