Innlent

Lögreglan leitar í Draumnum

Lögreglan er að framkvæma húsleit í söluturninum Draumnum.

Tveir lögreglubílar eru fyrir utan sjoppuna, segir í frétt DV, og eru lögreglumenn að leita þar inni.

Lögreglan gat ekki veitt Vísi.is nánari upplýsingar um málið.

Fréttastofa Stöðvar 2 fékk í janúar manneskju til að fara með upptökutæki inn í söluturninn og bað viðkomandi um lyfseðilsskylda lyfið Rítalín.

Þau svör fengust að lyfið væri ekki til í augnablikinu en kostaði venjulega þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×