LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 07:00

Hillary Clinton formlega orđin forsetaframbjóđandi demókrata

FRÉTTIR

Lögregla stöđvađi unglingapartý í Mosfellsbć

 
Innlent
10:31 09. JANÚAR 2016
Lögregla handtók ölvađan og blóđugan mann á veitingahúsi í miđborg Reykjavíkur síđdegis í gćr eftir ađ hann neitađi ađ fara út.
Lögregla handtók ölvađan og blóđugan mann á veitingahúsi í miđborg Reykjavíkur síđdegis í gćr eftir ađ hann neitađi ađ fara út. VÍSIR/GVA

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af unglingapartýi í Mosfellsbæ um miðnætti þar sem tuttugu ungmennum vísað út en húsráðandinn 15 ára svaf ölvunarsvefni. Foreldrum var tilkynnt um málið.

Lögregla handtók ölvaðan og blóðugan mann á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær eftir að hann neitaði að fara út. Hann var vistaður í fangageymslu sökum ástands síns.

Tilkynnt var um menn við heimili í Fossvogi þar sem þeir voru að stela gaskútum frá grillum.  Lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári þeirra.

Skömmu fyrir miðnætti var ölvaður maður handtekinn í Kópavogi, en hann hafði ítrekað hringt í 112 og fleiri neyðarnúmer.  Maðurinn var ekki viðræðuhæfur og vistaður í fangageymslu.

Um hálf tvö í nótt var tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í Breiðholti. Maður var þar sleginn í andlitið og rotaðist. „Sjúkralið og lögregla á vettvang en maðurinn sem var orðinn vel áttaður vildi enga aðstoð.  Gerandinn var farinn af vettvangi,“ segir í dagbók lögreglu.

Upp úr klukkan tvö var tilkynnt um rúðubrot á pizzastað í Breiðholti. „Er lögregla kom á vettvang voru tveir menn að yfirgefa vettvang í bifreið og sögðu vitni farþegann hafa brotið rúðuna.  Farþeginn var ölvaður og skorinn á hendi.  Lögreglumenn fóru með manninn á Slysadeild til aðhlynningar og var hann síðan vistaður sökum ástands í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Ökumaðurinn var handtekinn  grunaður um ölvun við akstur og var hann laus að lokinni upplýsinga- og sýnatöku.“

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot á heimili í Kópavogi. Dökkklædd manneskja var þá búin að brjóta rúðu og hafði farið inn. „Er lögregla kom á vettvang kom í ljós að húsráðandi (ung kona) hafði gleymt lyklum af íbúðinni og brotið sér leið inn. Konan var skorin á hendi og var henni ekið á Slysadeild til aðhlynningar,“ segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Lögregla stöđvađi unglingapartý í Mosfellsbć
Fara efst