Innlent

Lögregla rannsakar líkamsárás í Njarðvík

Atli Ísleifsson skrifar
Árásarmennirnir eru sagðir hafa gengið í skrokk á jafnaldra sínum við slippinn í Njarðvík á miðvikudaginn.
Árásarmennirnir eru sagðir hafa gengið í skrokk á jafnaldra sínum við slippinn í Njarðvík á miðvikudaginn. Vísir/GVA
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú líkamsárás þar sem þrír menn á aldrinum sautján til átján ára eru sagðir hafa gengið í skrokk á jafnaldra sínum við slippinn í Njarðvík á miðvikudaginn.

Stundin greinir frá málinu og segir að árásarmennirnir hafi lokkað fórnarlambið upp í bíl, gengið í skrokk á honum við slippinn og skilið hann eftir í blóði sínu.

Hafi hann hlotið ýmsa áverka og sé tvíkjálkabrotinn, með opið beinbrot, brotna tönn og stóran skurð í vör.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum staðfestir í samtali við Vísi að líkamsárás sem framin var á miðvikudagskvöldið sé til rannsóknar hjá embættinu en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×