Erlent

Lögregla í St. Louis birtir myndband af skotárás

Randver Kári Randversson skrifar
Lögregla handtekur mótmælanda í Ferguson.
Lögregla handtekur mótmælanda í Ferguson. Vísir/AP
Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur birt myndband sem sýnir frá því þegar lögreglumenn skutu til bana hinn 25 ára Kajieme Powell fyrir utan verslun í borginni á þriðjudag.

Myndbandið sýnir Powell ganga fram og aftur á gangstétt fyrir utan kjörbúð, en lögreglumennirnir hefja skothríð innan 15 sekúndna eftir að þeir koma á vettvang. Lögreglan segir að eigandi búðarinnar hafi hringt á neyðaraðstoð vegna þess að hann hafi talið að Powell væri vopnaður.

Vitni að atvikinu efast hins vegar um að lögreglumennirnir hafi þurft að grípa til þess að skjóta Powell til bana. Þeir hafi frekar getað sært hann eða beitt rafbyssum.

Í frétt á vef Guardian segir að lögreglan í St. Louis hafi gert myndbandið opinbert í þeirri von að almenningur gæti gert sér skýra grein fyrir aðstæðum og þannig myndi draga úr líkum frekari óeirðum í borginni. Þessi atburður hafi aukið á þá spennu sem nú ríkir í St. Louis milli lögreglunnar og þeldökkra íbúa borgarinnar í kjölfar þess að lögregla í nágrannbænum Ferguson skaut Michael Brown til bana, sem var 18 ára gamall og  óvopnaður.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Við vörum viðkvæma við myndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×