Erlent

Lögregla í Bandaríkjunum skaut tólf ára stúlku til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Ciara Meyer var tólf ára gömul þegar hún lést.
Ciara Meyer var tólf ára gömul þegar hún lést. Mynd/getty
Lögreglumaður í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum skaut tólf ára stúlku til bana fyrir mistök í gær. Lögreglumaðurinn skaut á föður stúlkunnar en byssukúlan fór gegnum handlegg hans og þaðan í stúlkuna.

Í frétt NBC um máldið kemur fram að stúlkan, Ciara Meyer, hafi staðið fyrir aftan föður sinn í dyragættinni þegar einkennisklæddur lögreglumaður mætti á staðinn til að afhenda fjölskyldunni útburðartilkynningu.

Að sögn lögreglu beindi faðir stúlkunnar, hinn 57 ára Donald Bartho Meyer Jr, riffli að lögreglumanninum sem skaut þá í átt að Meyer. Ciara var úrskurðuð látin á vettvangi.

Robert T. Hicks, talsmaður lögreglu, segir í samtali við NBC að Meyer hafi verið fullkunnugt um að von væri á tilkynningunni og því hafi heimsókn lögreglumannsins ekki átt að koma honum á óvart. „Lögreglumaðurinn var því miður settur í þá aðstöðu að hann þurfti að verja sjálfan sig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×