Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Kolbeinn Tumi Daðason, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 17. janúar 2017 15:12 Bíllinn dreginn af bílastæðinu við Hlíðarsmára. Vísir Tæknideild lögreglu sótti í hádeginu í dag rauða Kia Rio-bifreið sem var í leigu hjá starfsmanni fyrirtækis í Hlíðarsmáranum í Kópavogi. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær en hafði hann ekki til umráða um helgina. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu höfðu erlendir ríkisborgarar tekið bílinn á leigu seinni partinn á föstudegi og skiluðu þeir honum af sér á laugardegi. Fram hefur komið að rauð Kia Rio-bifreið sást á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna Brjánsdóttir sást síðast, klukkan 5:25 að morgni laugardags. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Skór sem taldir eru vera hennar fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Bíllinn er fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015, sem passar við þá bifreið sem lögreglan hefur verið að leita að. Bíllinn var áður talinn þriggja dyra en lögregla hefur áréttað að um fimm dyra bíl sé að ræða.Þurfa mögulega að leggja hald á fleiri bíla Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, staðfestir að lögreglan hafi lagt hald á bílinni í tengslum við rannsóknina en vill ekkert segja varðandi það hver var með bílinn á leigu og hvenær. Þá segir hann aðspurður að enginn hafi réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann útilokar ekki að ökumaður bílsins sem lögreglan leitar enn að sé farinn úr landi. Alls eru 126 rauðir Kia Rio-bílar af þessari gerð á landinu. Grímur segir mögulegt að lögreglan þurfi að leggja hald á fleiri bíla í tengslum við rannsóknina. „Það er alveg mögulegt að við þurfum að leggja hald á einn eða tvo eða fleiri í þessari rannsókn til að staðfesta eitthvað eða til að staðfesta að einhver grunur sé ekki eins og við höfum haldið. Þessi bíll er hluti af rannsókn málsins en ég get ekkert staðfest meira en það, hvort það hafi verið einhverjar vísbendingar í bílnum,“ segir Grímur. Lögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Tæknideild lögreglu sótti í hádeginu í dag rauða Kia Rio-bifreið sem var í leigu hjá starfsmanni fyrirtækis í Hlíðarsmáranum í Kópavogi. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær en hafði hann ekki til umráða um helgina. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu höfðu erlendir ríkisborgarar tekið bílinn á leigu seinni partinn á föstudegi og skiluðu þeir honum af sér á laugardegi. Fram hefur komið að rauð Kia Rio-bifreið sást á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna Brjánsdóttir sást síðast, klukkan 5:25 að morgni laugardags. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Skór sem taldir eru vera hennar fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Bíllinn er fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015, sem passar við þá bifreið sem lögreglan hefur verið að leita að. Bíllinn var áður talinn þriggja dyra en lögregla hefur áréttað að um fimm dyra bíl sé að ræða.Þurfa mögulega að leggja hald á fleiri bíla Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, staðfestir að lögreglan hafi lagt hald á bílinni í tengslum við rannsóknina en vill ekkert segja varðandi það hver var með bílinn á leigu og hvenær. Þá segir hann aðspurður að enginn hafi réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann útilokar ekki að ökumaður bílsins sem lögreglan leitar enn að sé farinn úr landi. Alls eru 126 rauðir Kia Rio-bílar af þessari gerð á landinu. Grímur segir mögulegt að lögreglan þurfi að leggja hald á fleiri bíla í tengslum við rannsóknina. „Það er alveg mögulegt að við þurfum að leggja hald á einn eða tvo eða fleiri í þessari rannsókn til að staðfesta eitthvað eða til að staðfesta að einhver grunur sé ekki eins og við höfum haldið. Þessi bíll er hluti af rannsókn málsins en ég get ekkert staðfest meira en það, hvort það hafi verið einhverjar vísbendingar í bílnum,“ segir Grímur. Lögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47