Innlent

Loftur Altice: Engin áhætta af því að segja nei

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Forsvarsmenn Samstöðu þjóðar gegn Icesave gagnrýna málflutning Alþýðusambandsins um Icesave málið í nýlegu fréttabréfi. Ýmislegt vanti uppá þegar kemur að umfjöllun um samningana.

Loftur Altice Þorsteinsson einn forsvarsmanna hópsins segir að ASÍ megi hafa sína skoðun á Icesave eins og aðrir, hins vegar sé hægt að gagnrýna hversu einhliða samtökin fjalli um málið.

Hann segir tryggingavernd eigenda Icesave reikninganna hafi verið tvöföld fulltrygging og að þrotabú Landsbankans muni einungis eiga upp í forgangskröfur sem tryggingasjóðir Bretlands, Hollands og ríkissjóður Bretlands eigi.

„Tryggingasjóði íslands kemur þetta mál þar af leiðandi ekkert við, hvað þá síður að það komi Ríkisstjórn Íslands við eða almenningi í landinu," segir Loftur.

Hann segir því engar lagalegar eða siðferðilegar forsendur vera fyrir því að Ríkissjóðir Íslands kaupi til baka þessar kröfur.

„Þetta er bara hrein kúgun að ætlast til að almenningur á Íslandi taki á sig þessar miklu byrðar."

Hann segir að dómstólaleiðin muni viðurkenna þetta og er því ekki í vafa um atkvæði sitt á laugardaginn.

„Ég sé enga áhættu í því að segja nei, ég sé bara kosti í því að segja nei. Heldur þú að þjóðin verði sammála þér? ég held að meirihluti þjóðarinnar verði sammála mér og ég vona að það verði mikill meirihluti því að það mun skilja eftir óbragð í munni fólk sem að greiðir þessu atkvæði því það munn átta sig síðar á því að það hefur rangt fyrir sér," segir Loftur að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×