Erlent

Loftsteinadrífa skellur á Jörðinni um helgina

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Agnirnar ferðast á 35 kílómetra hraða á sekúndu og gufa upp vegna núnings sem skilur eftir sig hvíta slóð.
Agnirnar ferðast á 35 kílómetra hraða á sekúndu og gufa upp vegna núnings sem skilur eftir sig hvíta slóð. MYND/GETTY
Árlega loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki um helgina. Líkt og síðustu ár má búast við mikilli ljósadýrð á næturhimni, ef veður leyfir.

Þannig má sjá um 100 stjörnuhröp á klukkustund aðfaranótt laugardags og sunnudags.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu verður skýjað annað kvöld en það mun létta til á laugardagskvöld, sérstaklega á Norður- og Austurlandi.

Uppruni Geminítar er margt áhugaverður. Drífan á rætur að rekja til smástirnisins 3200 Phaeton sem tættist í sundur við sólnánd. Jörðin, á ferð sinni um sólina, fer í gegnum slóð smástirnisins með tilheyrandi sjónarspili.

Stjörnufræðivefurinn fjallar um loftsteinadrífuna. Þar kemur fram að stjörnuhröp myndast þegar agnir á stærð við sandkorn falla í gegnum lofthjúp jarðar.

Agnirnar ferðast á 35 kílómetra hraða á sekúndu og gufa upp vegna núnings sem skilur eftir sig hvíta slóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×