Innlent

Loftrýmisgæsla Finna er æfing en ekki hernaðaraðgerð

Jyrki Kateinen forsætisráðherra Finnlands segir að líta beri á loftrýmisgæslu finnska flughersins á Íslandi á næsta ári sem æfingu en ekki hernaðaraðgerð. Finnsku þoturnar munu t.d. ekki fljúga í veg fyrir aðrar þotur meðan á dvölinni á Íslandi stendur.

Þetta sagði forsætisráðherrann eftir fund sem hann átti með Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóra NATO í Helsinki í gærdag. Þá yrðu finnsku þoturnar óvopnaðar og myndu aðeins sinna eftirliti.

Rasmussen segir að það sé undir Finnum sjálfum komið að taka þátt í gæslunni við Ísland eða ekki. Hann vonar þó að samvinna NATO og Finna haldi áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×