Enski boltinn

Liverpool búið að kaupa Andy Carroll fyrir 35 milljónir punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll í leik á móti Liverpool fyrr á þessu tímabili.
Andy Carroll í leik á móti Liverpool fyrr á þessu tímabili. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Newcastle sé búið að samþykkja 35 milljón punda tilboð Liverpool í framherjann Andy Carroll. Þetta ýtir líka undir það að Liverpool sé í raun búið að selja Spánverjann Fernando Torres til Chelsea.

Liverpool bauð 30 milljónir punda í Carroll fyrr í dag en því tilboði var hafnað. Liverpool gafst ekki upp og hefur nú gert enska landsliðsframherjann að áttunda dýrasta leikmanni heims.

Liverpool mun því bjóða upp á nýtt framherjapar, Luis Suarez og Andy Carroll, sem kostaði félagið samtals 58 milljónir punda.

Andy Carroll hefur skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar í fyrstu 19 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en hann var með 17 mörk og 12 stoðsendingar í 39 leikjum í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð.

Carroll er 22 ára gamall og 191 sm á hæð en hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir England í lok síðasta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×