Litlir eða stórir grunnskólar Gunnlaugur Sigurðsson og Haraldur Finnsson skrifar 24. mars 2011 09:59 Haraldur Finnsson fyrrverandi skólastjóri Réttarholtsskóla Miklar umræður hafa verið undanfarið vegna fyrirhugaðra breytinga stjórnvalda í Reykjavík á stjórnun og skipan leik- og grunnskóla í Reykjavík. Því miður virðast viðbrögð við tillögunum einkennast af andstöðu við allar breytingar en ekki faglegum rökum. Ein af fyrirhuguðum aðgerðum er að flytja til unglingadeildir og hafa þær færri og stærri. Undirritaðir eyddu starfsævi sinni við kennslu og stjórnun í unglingaskólum og teljum okkur því þekkja nokkuð til þeirra mála. Um árabil einkenndist uppbygging grunnskóla í Reykjavík af heildstæðum skólum með 1.-10.bekk. Eftir stóðu þrír skólar sem eingöngu voru með unglingadeildir. Í nýbyggðum hverfum er gjarnan mikill barnafjöldi fyrstu árin en síðan fækkar mjög, þó mismunandi eftir samsetningu íbúða í hverfunum. Undanfarin ár hefur fækkað mjög í mörgum þessara heildstæðu skóla, árgangar farið niður í einn til tvo bekki. Slíkar einingar eru erfiðar og dýrar í rekstri. Á barnastigi hefur víða verið þróuð samkennsla árganga til hagræðingar og reynst vel. Á unglingastigi er slíkt erfiðara. Ætlast er til að unglingar eigi kost á verulegu vali í námi eftir áhuga og vilja. Í litlum unglingadeildum er nánast ómögulegt að bjóða upp á fjölbreytt val og alls ekki nema með verulegum kostnaði. Þá eru mjög að aukast kröfur um að duglegir nemendur geti hafið nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi þegar í efstu bekkjum grunnskólans og geti þannig flýtt fyrir sér í framhaldsskólanum. Í umræðum um styttingu framhaldsskólans hefur verið rætt um að flytja hluta námsefnis framhaldsskólans niður í grunnskólann. Á unglingastigi verður að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni í námi. Til að slíkt sé gerlegt þarf nokkra bekki í hvern árgang og sérhæfða kennara í hinum ýmsu námsgreinum. Kennara sem hafa bæði fagkunnáttu og áhuga á námsefninu til að kveikja áhuga meðal nemendanna. Einnig er mikilvægt að geta boðið upp á fjölbreytta sérfræðiþjónustu sem miðuð er við unglingsárin og umbrotin sem þeim fylgja. Mikla námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, sérkennslu fyrir þá sem þess þurfa, fjölbreytt úrval list- og verkgreina og ekki síst öflugt og fjölbreytt félagslíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að koma til móts við þessar kröfur allar er ljóst að sæmilega stórar einingar á unglingastigi eru mjög hagkvæmar, bæði fjárhagslega og ekki síður faglega. Í fámennum byggðarlögum verður ekki hjá því komist að búa við fámennar unglingadeildir en í þéttbýlinu hér er það óþarfi. Undanfarið hafa komið fram áhyggjur af að drengir virðast þrífast verr en stúlkur í grunnskólanum, ekki síst á unglingastiginu. Stórir unglingaskólar geta boðið upp á mikla fjölbreytni bæði í valgreinum og einnig í námsaðgreiningu eftir stöðu nemandans í hverri námsgrein. Einhæfni í tilboðum skólans á unglingsaldrinum hlýtur að koma sér illa. Kannanir sýna að raddir um að meiri hætta sé á einelti og áhættuhegðun í stórum unglingadeildum eiga ekki við rök að styðjast. Dæmi eru um að einelti mælist mun minna í slíkum skólum en öðrum. Þá sýna niðurstöður í samræmdum prófum og í Písakönnuninni ótvírætt góðan árangur nemenda í unglingaskólum og stórum unglingadeildum. Nú þegar öllum ætti að vera ljóst að fyllstu hagkvæmni þarf að beita í rekstri ætti ekki að vera erfitt að samþykkja breytingar sem jafnframt benda til faglegra ávinninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Haraldur Finnsson fyrrverandi skólastjóri Réttarholtsskóla Miklar umræður hafa verið undanfarið vegna fyrirhugaðra breytinga stjórnvalda í Reykjavík á stjórnun og skipan leik- og grunnskóla í Reykjavík. Því miður virðast viðbrögð við tillögunum einkennast af andstöðu við allar breytingar en ekki faglegum rökum. Ein af fyrirhuguðum aðgerðum er að flytja til unglingadeildir og hafa þær færri og stærri. Undirritaðir eyddu starfsævi sinni við kennslu og stjórnun í unglingaskólum og teljum okkur því þekkja nokkuð til þeirra mála. Um árabil einkenndist uppbygging grunnskóla í Reykjavík af heildstæðum skólum með 1.-10.bekk. Eftir stóðu þrír skólar sem eingöngu voru með unglingadeildir. Í nýbyggðum hverfum er gjarnan mikill barnafjöldi fyrstu árin en síðan fækkar mjög, þó mismunandi eftir samsetningu íbúða í hverfunum. Undanfarin ár hefur fækkað mjög í mörgum þessara heildstæðu skóla, árgangar farið niður í einn til tvo bekki. Slíkar einingar eru erfiðar og dýrar í rekstri. Á barnastigi hefur víða verið þróuð samkennsla árganga til hagræðingar og reynst vel. Á unglingastigi er slíkt erfiðara. Ætlast er til að unglingar eigi kost á verulegu vali í námi eftir áhuga og vilja. Í litlum unglingadeildum er nánast ómögulegt að bjóða upp á fjölbreytt val og alls ekki nema með verulegum kostnaði. Þá eru mjög að aukast kröfur um að duglegir nemendur geti hafið nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi þegar í efstu bekkjum grunnskólans og geti þannig flýtt fyrir sér í framhaldsskólanum. Í umræðum um styttingu framhaldsskólans hefur verið rætt um að flytja hluta námsefnis framhaldsskólans niður í grunnskólann. Á unglingastigi verður að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni í námi. Til að slíkt sé gerlegt þarf nokkra bekki í hvern árgang og sérhæfða kennara í hinum ýmsu námsgreinum. Kennara sem hafa bæði fagkunnáttu og áhuga á námsefninu til að kveikja áhuga meðal nemendanna. Einnig er mikilvægt að geta boðið upp á fjölbreytta sérfræðiþjónustu sem miðuð er við unglingsárin og umbrotin sem þeim fylgja. Mikla námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, sérkennslu fyrir þá sem þess þurfa, fjölbreytt úrval list- og verkgreina og ekki síst öflugt og fjölbreytt félagslíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að koma til móts við þessar kröfur allar er ljóst að sæmilega stórar einingar á unglingastigi eru mjög hagkvæmar, bæði fjárhagslega og ekki síður faglega. Í fámennum byggðarlögum verður ekki hjá því komist að búa við fámennar unglingadeildir en í þéttbýlinu hér er það óþarfi. Undanfarið hafa komið fram áhyggjur af að drengir virðast þrífast verr en stúlkur í grunnskólanum, ekki síst á unglingastiginu. Stórir unglingaskólar geta boðið upp á mikla fjölbreytni bæði í valgreinum og einnig í námsaðgreiningu eftir stöðu nemandans í hverri námsgrein. Einhæfni í tilboðum skólans á unglingsaldrinum hlýtur að koma sér illa. Kannanir sýna að raddir um að meiri hætta sé á einelti og áhættuhegðun í stórum unglingadeildum eiga ekki við rök að styðjast. Dæmi eru um að einelti mælist mun minna í slíkum skólum en öðrum. Þá sýna niðurstöður í samræmdum prófum og í Písakönnuninni ótvírætt góðan árangur nemenda í unglingaskólum og stórum unglingadeildum. Nú þegar öllum ætti að vera ljóst að fyllstu hagkvæmni þarf að beita í rekstri ætti ekki að vera erfitt að samþykkja breytingar sem jafnframt benda til faglegra ávinninga.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun