Litlar líkur á sátt í hvalveiðiráðinu 23. júní 2010 06:00 Á ársfundinum í Agadír. Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, ásamt Ástu Einarsdóttur frá utanríkisráðuneytinu. Nordicphotos/AFP Innbyrðis deilur andstæðinga hvalveiða á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins virðast ætla að koma í veg fyrir að samkomulag takist um málamiðlun, sem fæli í sér takmarkaðar hvalveiðar. Andrúmsloft innan ráðsins hefur þó batnað. „Ég er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist á fundinum,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem staddur er á ársfundi ráðsins í Agadír í Marokkó. Á fundinum, sem hófst á mánudag og stendur fram á föstudag, var lögð fram málamiðlunartillaga sem átti að koma á sáttum milli þeirra ríkja ráðsins sem eru andvíg hvalveiðum og hinna sem stunda hvalveiðar. Tillagan felur það í sér að aldarfjórðungsbann við hvalveiðum verði í reynd numið úr gildi, en í staðinn verði vernd hvala áfram tryggð með því að veita þeim þremur ríkjum, sem enn veiða hvali þrátt fyrir bannið, það er Íslandi, Noregi og Japan, leyfi til að veiða hvali í takmörkuðu magni samkvæmt kvótaúthlutun árlega frá ráðinu. „Fundurinn hefur hins vegar snúist upp í innbyrðis deilur milli andstæðinga hvalveiða,“ segir Tómas. „Sum þessara ríkja eru ekki reiðubúin til að fallast á neina málamiðlun sem fæli í sér aðrar hvalveiðar en frumbyggjaveiðar.“ Þar fara fremst í flokki Ástralía, Brasilía og önnur Suður-Ameríkuríki, ásamt Bretlandi og fleiri Evrópusambandsríkjum. „Við áttum frekar von á að athyglin á fundinum myndi beinast að hvalveiðiríkjunum þremur og andstöðu þeirra við hugsanlegt viðskiptabann,“ segir Tómas, og á þar við hugmynd, sem höfð var innan sviga í texta málamiðlunartillögunnar, um að takmörkuðum hvalveiðum myndi fylgja afdráttarlaust bann við því að selja hvalkjöt milli landa. Hvalveiðiríkin þrjú hafa verið andvíg þessari tillögu. „Fyrir útflutningslandið Ísland væri alls ekki hægt að fallast á takmarkanir á viðskiptum með sjávarafurðir sem aflað er með sjálfbærum hætti,” segir Tómas. Fyrirfram var óvíst hvort þessi tillaga myndi ná fram að ganga á fundinum. Á það hefur hins vegar ekki enn reynt, vegna fyrrgreinds ágreinings milli andstæðinga hvalveiða um kvótaveiðarnar. Tómas segir hins vegar að framtíðarhorfur hvalveiðiráðsins hafi skánað mjög, en fyrir fundinn var almennt álitið að framtíð ráðsins væri í húfi á þessum fundi. Samkomulag þyrfti að takast, annars væri hætta á því að ráðið myndi hreinlega leysast upp eða verða nánast marklaus stofnun. „Það er almennt mat manna að andrúmsloftið innan ráðsins hafi batnað mjög undanfarið ár. Ríki, sem eru á öndverðum meiði, hafa farið að vinna meira saman. Það hafa verið hreinskiptin samskipti, aukin gagnkvæm virðing og betri skilningur á afstöðu hver annars. Þetta vekur vonir um að ráðið geti starfað áfram á næstu árum, þótt samkomulag takist ekki um þessa málamiðlun.“ Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Innbyrðis deilur andstæðinga hvalveiða á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins virðast ætla að koma í veg fyrir að samkomulag takist um málamiðlun, sem fæli í sér takmarkaðar hvalveiðar. Andrúmsloft innan ráðsins hefur þó batnað. „Ég er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist á fundinum,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem staddur er á ársfundi ráðsins í Agadír í Marokkó. Á fundinum, sem hófst á mánudag og stendur fram á föstudag, var lögð fram málamiðlunartillaga sem átti að koma á sáttum milli þeirra ríkja ráðsins sem eru andvíg hvalveiðum og hinna sem stunda hvalveiðar. Tillagan felur það í sér að aldarfjórðungsbann við hvalveiðum verði í reynd numið úr gildi, en í staðinn verði vernd hvala áfram tryggð með því að veita þeim þremur ríkjum, sem enn veiða hvali þrátt fyrir bannið, það er Íslandi, Noregi og Japan, leyfi til að veiða hvali í takmörkuðu magni samkvæmt kvótaúthlutun árlega frá ráðinu. „Fundurinn hefur hins vegar snúist upp í innbyrðis deilur milli andstæðinga hvalveiða,“ segir Tómas. „Sum þessara ríkja eru ekki reiðubúin til að fallast á neina málamiðlun sem fæli í sér aðrar hvalveiðar en frumbyggjaveiðar.“ Þar fara fremst í flokki Ástralía, Brasilía og önnur Suður-Ameríkuríki, ásamt Bretlandi og fleiri Evrópusambandsríkjum. „Við áttum frekar von á að athyglin á fundinum myndi beinast að hvalveiðiríkjunum þremur og andstöðu þeirra við hugsanlegt viðskiptabann,“ segir Tómas, og á þar við hugmynd, sem höfð var innan sviga í texta málamiðlunartillögunnar, um að takmörkuðum hvalveiðum myndi fylgja afdráttarlaust bann við því að selja hvalkjöt milli landa. Hvalveiðiríkin þrjú hafa verið andvíg þessari tillögu. „Fyrir útflutningslandið Ísland væri alls ekki hægt að fallast á takmarkanir á viðskiptum með sjávarafurðir sem aflað er með sjálfbærum hætti,” segir Tómas. Fyrirfram var óvíst hvort þessi tillaga myndi ná fram að ganga á fundinum. Á það hefur hins vegar ekki enn reynt, vegna fyrrgreinds ágreinings milli andstæðinga hvalveiða um kvótaveiðarnar. Tómas segir hins vegar að framtíðarhorfur hvalveiðiráðsins hafi skánað mjög, en fyrir fundinn var almennt álitið að framtíð ráðsins væri í húfi á þessum fundi. Samkomulag þyrfti að takast, annars væri hætta á því að ráðið myndi hreinlega leysast upp eða verða nánast marklaus stofnun. „Það er almennt mat manna að andrúmsloftið innan ráðsins hafi batnað mjög undanfarið ár. Ríki, sem eru á öndverðum meiði, hafa farið að vinna meira saman. Það hafa verið hreinskiptin samskipti, aukin gagnkvæm virðing og betri skilningur á afstöðu hver annars. Þetta vekur vonir um að ráðið geti starfað áfram á næstu árum, þótt samkomulag takist ekki um þessa málamiðlun.“
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira