Lítið eftir af símapeningunum 28. nóvember 2009 19:30 Sex og hálfur milljarður, af 67, er eftir af símapeningunum.. Sú upphæð liggur í Seðlabankanum og verður greidd til ríkissjóðs að ári. Það var á sumarmánuðum árið 2005 að ríkið seldi Símann til fyrirtækisins Skipta, sem nú er í eigu Existu. Söluandvirðið var tæpir 67 milljarðar króna. Þetta var þá hæsta greiðsla sem innt hafði verið af hendi í allri sögu landsins. Rúmir 32 milljarðar voru í erlendri mynt og fóru beint í að greiða niður erlendar skuldir. Afgangurinn var lagður í Seðlabankann í formi lána og gefin voru út fjögur skuldabréf sem greidd skyldu út fyrsta júlí, árin 2007, 2008, 2009 og 2010. Vextirnir áttu að hrannast upp og búist var við að 43 milljarðar yrðu til reiðu til uppbyggingar og fjárfestinga fram til ársins 2012. Það voru mörg og dýr verkefni sem símapeningarnir áttu að fara í, en lagabreyting á síðasta ár sneri þeim áætlunum á hvolf. En í hvað fóru peningarnir sem greiddir voru út árin 2007, 2008 og 2009. Upphaflega voru 18 milljarðar eyrnamerktir hátæknisjúkrahúsi, en rúmar 700 milljónir hafa þegar ratað þangað. 15 milljarðar áttu að fara í samgöngur eins og Sundabraut en til Vegagerðar hefur innan við helmingur farið. Landhelgisgæslan fékk sína þrjá milljarða til að kaupa varðskipi og flugvél. Fjarskipasjóður tvo og hálfan milljarð sem og Nýsköpunarsjóður, og Geðfatlaðir hafa þegið milljarð. Til Stofnunar íslenskra fræða við hlið Þjóðarbókhlöðunnar átti milljarður að renna en 100 milljónir hafa ratað í verkefnið, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu. Eftir liggja 6,5 milljarðar í Seðlabankanum sem þýðir að um 20 milljarðar af símapeningunum hafa runnið í ríkissjóð og farið í almennan rekstur hins opinbera. En voru símapeningarnir í raun í hendi? Stór hluti kaupverðsins var tekinn að láni og eftirstöðvarnar nema nú hátt í 50 milljörðum króna. Stærsti hluti lánsins er í höndum Arion banka og Glitnis. Rekstur Skipta gengur með ágætum miðað við árferði en það sama verður ekki sagt um móðurfélag Bakkavararbræðra, Existu. Það þarf ekki mikinn spámann til að ímynda sér að ríkisbankarnir gætu áður en langt um líður tekið yfir 100% eignahlut Existu í Skiptum. Þá væri Síminn aftur kominn í eigu ríkisins og hringnum lokað. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Sex og hálfur milljarður, af 67, er eftir af símapeningunum.. Sú upphæð liggur í Seðlabankanum og verður greidd til ríkissjóðs að ári. Það var á sumarmánuðum árið 2005 að ríkið seldi Símann til fyrirtækisins Skipta, sem nú er í eigu Existu. Söluandvirðið var tæpir 67 milljarðar króna. Þetta var þá hæsta greiðsla sem innt hafði verið af hendi í allri sögu landsins. Rúmir 32 milljarðar voru í erlendri mynt og fóru beint í að greiða niður erlendar skuldir. Afgangurinn var lagður í Seðlabankann í formi lána og gefin voru út fjögur skuldabréf sem greidd skyldu út fyrsta júlí, árin 2007, 2008, 2009 og 2010. Vextirnir áttu að hrannast upp og búist var við að 43 milljarðar yrðu til reiðu til uppbyggingar og fjárfestinga fram til ársins 2012. Það voru mörg og dýr verkefni sem símapeningarnir áttu að fara í, en lagabreyting á síðasta ár sneri þeim áætlunum á hvolf. En í hvað fóru peningarnir sem greiddir voru út árin 2007, 2008 og 2009. Upphaflega voru 18 milljarðar eyrnamerktir hátæknisjúkrahúsi, en rúmar 700 milljónir hafa þegar ratað þangað. 15 milljarðar áttu að fara í samgöngur eins og Sundabraut en til Vegagerðar hefur innan við helmingur farið. Landhelgisgæslan fékk sína þrjá milljarða til að kaupa varðskipi og flugvél. Fjarskipasjóður tvo og hálfan milljarð sem og Nýsköpunarsjóður, og Geðfatlaðir hafa þegið milljarð. Til Stofnunar íslenskra fræða við hlið Þjóðarbókhlöðunnar átti milljarður að renna en 100 milljónir hafa ratað í verkefnið, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu. Eftir liggja 6,5 milljarðar í Seðlabankanum sem þýðir að um 20 milljarðar af símapeningunum hafa runnið í ríkissjóð og farið í almennan rekstur hins opinbera. En voru símapeningarnir í raun í hendi? Stór hluti kaupverðsins var tekinn að láni og eftirstöðvarnar nema nú hátt í 50 milljörðum króna. Stærsti hluti lánsins er í höndum Arion banka og Glitnis. Rekstur Skipta gengur með ágætum miðað við árferði en það sama verður ekki sagt um móðurfélag Bakkavararbræðra, Existu. Það þarf ekki mikinn spámann til að ímynda sér að ríkisbankarnir gætu áður en langt um líður tekið yfir 100% eignahlut Existu í Skiptum. Þá væri Síminn aftur kominn í eigu ríkisins og hringnum lokað.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira