Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Valur Grettisson skrifar 23. september 2013 07:00 Framleiðendur tónlistar voru lengi að bregðast við breyttri tónlistarnotkun. „Við höldum að tjónið sé á bilinu fimm hundruð milljónir upp í milljarð árlega,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Norræn ráðstefna á vegum Nordic Anti Piracy Operation (NAPO) var haldin á Nordica-hótelinu á föstudaginn en hún fjallaði um ólöglegt niðurhal og áhrif þess á íslenskan afþreyingariðnað. Það eru Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), SMÁÍS, Stef og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem standa að ráðstefnunni. Þar koma saman lögreglumenn frá Norðurlöndunum, starfsmenn ráðuneyta og rétthafasamtök á Norðurlöndum og ræða þetta sívaxandi vandamál sem hefur herjað á afþreyingariðnaðinn. Þá voru einnig fulltrúar embættis sérstaks saksóknara á ráðstefnunni. Gunnar segir að hér á landi séu lög til staðar til þess að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Meðal annars hafi sambandið kært forsvarsmenn heimasíðunnar deildu.net til lögreglu á síðasta ári en Gunnar segir að þar séu 50 þúsund notendur. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu síðan það var kært, og það gagnrýnir Gunnar. „Það sem skilur okkur frá hinum Norðurlöndunum er að í Svíþjóð og í Danmörku eru sérstakar miðlægar deildir hjá lögreglu sem taka almennilega á svona málum,“ segir Gunnar sem finnst framkvæmdavaldið bregðast framleiðendum tónlistar og kvikmynda. Aðspurður hvort tónlistariðnaðurinn hafi ekki brugðist of seint við þróun tónlistar á netinu svarar Gunnar því til að það sé vissulega rétt en nú sé auðvelt að nálgast tónlist á löglegan hátt á netinu. Hann bendir til að mynda á Tónlist.is og Spotify. Þessar tvær tónlistarveitur hafa til að mynda stóraukið fjárstreymi inn í íslenskan tónlistariðnað að sögn Gunnars. Það er þó ljóst að fjölmargir hlaða tónlist ólöglega niður. Ein vinsælasta heimasíðan þar sem niðurhal er stundað er The Piratebay. Aðspurður hvernig samtökin bregðist við því, svarar Gunnar: „Það er hægt að fara fram á lögbann gegn fjarskiptasíðum og þannig loka á aðgengi almennings að síðunni.“ Spurður hvort það komi til greina að sækja til saka einstaklinga sem hlaða niður efni svarar Gunnar neitandi. Hann segir bestu leiðina að vekja fólk til umhugsunar um ólöglegt niðurhal. „Við höfum frekar reynt að koma á viðhorfsbreytingu með jákvæðari hætti,“ bætir hann við. Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
„Við höldum að tjónið sé á bilinu fimm hundruð milljónir upp í milljarð árlega,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Norræn ráðstefna á vegum Nordic Anti Piracy Operation (NAPO) var haldin á Nordica-hótelinu á föstudaginn en hún fjallaði um ólöglegt niðurhal og áhrif þess á íslenskan afþreyingariðnað. Það eru Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), SMÁÍS, Stef og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem standa að ráðstefnunni. Þar koma saman lögreglumenn frá Norðurlöndunum, starfsmenn ráðuneyta og rétthafasamtök á Norðurlöndum og ræða þetta sívaxandi vandamál sem hefur herjað á afþreyingariðnaðinn. Þá voru einnig fulltrúar embættis sérstaks saksóknara á ráðstefnunni. Gunnar segir að hér á landi séu lög til staðar til þess að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Meðal annars hafi sambandið kært forsvarsmenn heimasíðunnar deildu.net til lögreglu á síðasta ári en Gunnar segir að þar séu 50 þúsund notendur. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu síðan það var kært, og það gagnrýnir Gunnar. „Það sem skilur okkur frá hinum Norðurlöndunum er að í Svíþjóð og í Danmörku eru sérstakar miðlægar deildir hjá lögreglu sem taka almennilega á svona málum,“ segir Gunnar sem finnst framkvæmdavaldið bregðast framleiðendum tónlistar og kvikmynda. Aðspurður hvort tónlistariðnaðurinn hafi ekki brugðist of seint við þróun tónlistar á netinu svarar Gunnar því til að það sé vissulega rétt en nú sé auðvelt að nálgast tónlist á löglegan hátt á netinu. Hann bendir til að mynda á Tónlist.is og Spotify. Þessar tvær tónlistarveitur hafa til að mynda stóraukið fjárstreymi inn í íslenskan tónlistariðnað að sögn Gunnars. Það er þó ljóst að fjölmargir hlaða tónlist ólöglega niður. Ein vinsælasta heimasíðan þar sem niðurhal er stundað er The Piratebay. Aðspurður hvernig samtökin bregðist við því, svarar Gunnar: „Það er hægt að fara fram á lögbann gegn fjarskiptasíðum og þannig loka á aðgengi almennings að síðunni.“ Spurður hvort það komi til greina að sækja til saka einstaklinga sem hlaða niður efni svarar Gunnar neitandi. Hann segir bestu leiðina að vekja fólk til umhugsunar um ólöglegt niðurhal. „Við höfum frekar reynt að koma á viðhorfsbreytingu með jákvæðari hætti,“ bætir hann við.
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent