Viðskipti innlent

Líst vel á kajaka á Svarfaðardalsá

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Kajakkona á ferð um Elliðaárnar.
Kajakkona á ferð um Elliðaárnar. vísir/vilhelm
Félagið Artic Sea Tours hefur óskað eftir leyfi Dalvíkurbyggðar til að starfrækja kajakferðir á Svarfaðardalsá. Málið hefur verið tekið fyrir í umhverfisráði sveitarfélagsins sem kveðst lítast vel á hugmyndina.

„En áður en leyfi er gefið út óskar ráðið eftir að umsækjandi afli umsagna frá friðlandsnefnd Friðlands Svarfdæla og Veiðifélagi Svarfaðardalsár,“ segir umhverfisráðið þó og óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað sé að vera með aðstöðu á svæðinu og hvar þá. Talsverð sjóbleikjuveiði er í Svarfaðardalsá. Veiðitímabilið er frá 1. júní til 10. júní. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×