Erlent

Lindsey laus úr fangelsi

Lindsey er nú frjáls ferða sinna
Lindsey er nú frjáls ferða sinna
Hinni 24 ára gömlu leikkonu Lindsay Lohan hefur verið sleppt úr fangelsi en hún sat inni í 14 daga af þeim 90 sem hún var dæmd í. Fangelsisdóminn fékk hún vegna brots á skilorðsbundnum dómi sem hún fékk vegna fíkniefnamáls árið 2007.

Þetta virðist vera ein stærsta fréttin í Bandarískum fjölmiðlum í morgun en hún var í kjölfariði skikkuð til þess að fara í meðferð. Fleiri stjörnur hafa setið í fangelsinu sem Lindsay dvaldi í en þar má nefna Paris Hilton og leikkonuna Michelle Rodriguez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×