Viðskipti innlent

Lindex orðin vinsælli en H&M

ingvar haraldsson skrifar
Fimm Lindex-verslanir eru nú á Íslandi.
Fimm Lindex-verslanir eru nú á Íslandi. vísir
Sænska fatakeðjan Lindex er orðin sú fataverslun sem flestir Íslendingar versla við ef marka má nýja rannsókn meðal notenda Meniga.

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, viðskiptastjóri hjá Meniga, segir um talsverð tíðindi að ræða þar sem H&M hafi hingað til verið sú fataverslun sem hafi haft stærsta viðskiptavinahópinn.

Frá apríl og fram í júní versluðu 34 prósent úrtaks Meniga hjá Lindex einu sinni eða oftar. H&M var næstvinsælasta verslunin en hana heimsóttu 25 prósent úrtaksins. Rannsóknin náði til 18 þúsund manns.

„H&M hefur í mjög langan tíma haft stærsta viðskiptavinahópinn á íslenskum fatamarkaði án þess að hafa greitt krónu í fastan kostnað, skatta eða önnur gjöld hér á landi,“ bendir Kristín á.

Kristín segir Lindex hafa vaxið ótrúlega hratt frá því að verslunin var opnuð í árslok 2011, en nú hafa fimm Lindex-verslanir verið opnaðar hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×