SUNNUDAGUR 26. MARS NŻJAST 06:28

Sebastian Vettel vann ķ Įstralķu

SPORT

Lindex opnar ķ Reykjanesbę

 
Višskipti innlent
08:58 14. MARS 2017
Frį opnun Lindex ķ Smįralind.
Frį opnun Lindex ķ Smįralind. VĶSIR

Verslunin Lindex verður opnuð í Krossmóa í Reykjanesbæ þann 12. ágúst næstkomandi. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af Urtusteini fasteignafélagi og forráðamönnum Lindex.

Um verður að ræða 330 fermetra verslun sem verður staðsett í aðalgangi verslunarmiðstöðvarinnar.Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýja verslunin verði byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex en hún byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra og svartra auk viðar.

Lindex rekur nú fjórar verslanir á Íslandi; í Smáralind, Kringlunni og Glerártorgi á Akureyri.

 „Þetta er frábært næsta skref fyrir okkur en við opnuðum Lindex í Smáralind árið 2011, í Kringlunni árið 2013 og á Glerártorgi 2014.  Við teljum það vera einstaklega jákvætt að geta nú komið á Suðurnesin þar sem er mikill uppgangur og öflugt samfélag.  Við erum þakklát fyrir hversu vel hefur tekist til með staðsetningu og hlökkum mikið til að bjóða okkar viðskiptavinum á Suðurnesjum upp á tískuupplifun á heimsmælikvarða“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi í tilkynningunni.

Verslunarmiðstöðin Krossmói var byggð árið 2008 og fjölþætt þjónusta er í húsinu sem hýsir m.a. verslun Nettó, Lyfju apótek og ÁTVR á Suðurnesjum. 


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Višskipti / Višskipti innlent / Lindex opnar ķ Reykjanesbę
Fara efst