Viðskipti innlent

Lilja kveður Seðlabankann

Lilja Alfreðsdóttir hefur störf hjá AGS eftir rúman mánuð. Hún hefur unnið hjá Seðlabankanum síðastliðin níu ár.Fréttablaðið/Arnþór
Lilja Alfreðsdóttir hefur störf hjá AGS eftir rúman mánuð. Hún hefur unnið hjá Seðlabankanum síðastliðin níu ár.Fréttablaðið/Arnþór
Lilja Alfreðsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra á skrifstofu seðlabankastjóra, hefur verið ráðin ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington í Bandaríkjunum.

Lilja verður fulltrúi Íslands á skrifstofu AGS sem fer með málefni kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og heyrir undir Danann Per Callesen, fastafulltrúa í framkvæmdastjórn AGS. Lilja tekur við starfinu af Birni Ólafssyni, sem snýr heim.

Mánuður er síðan gengið var frá ráðningu Lilju og tekur hún við starfinu ytra 23. ágúst. Hún segir mikla vinnu innta af hendi á skrifstofunni fyrir aðildarríki AGS áður en mál séu lögð fyrir framkvæmdastjórnina. „Þetta er mjög lýðræðislegt,“ segir hún.

Lilja hóf störf í bankanum árið 2001 og hafa meginverkefni hennar falist í samskiptum við AGS, svo sem vegna lánasamkomulags stjórnvalda við sjóðinn auk samskipta við alþjóðleg matsfyrirtæki og fjármálastofnanir. - jab




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×