Líkur á að fleiri feti í fótspor Símans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. júní 2014 15:11 "Það má því alveg færa fyrir því rök að það sé eðlilegast að gera þetta svona.“ vísir/anton Breytingar á gjaldskrá Símans verða að teljast ansi áhættusamar, enda róttækar og samkeppnin á markaðnum mikil. Þessi leið er þó ekki alls óþekkt á íslenskum fjarskiptamarkaði, en þessi sama leið er farin á 3G og 4G neti Nova. „Við teljum þessa leið ekki áhættusama heldur réttláta og í hag viðskiptavina okkar og neytenda. Það er erfitt fyrir mig að meta hvað keppinautarnir gera, en þetta sú mæling sem viðskiptavinir þekkja á farsímanetinu og auðveldar allan samanburð neytenda,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.Síminn hf. kemur til með að rukka fyrir alla internetnotkun, innlenda og erlenda, frá og með 1. september en hingað til hefur erlend internetnotkun einungis verið gjaldfærð. Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. Þá hækkar gjaldskrá þeirra og eru áhrifin 2 prósent á meðalreikning hvers heimilis. Gagnamagnið verður þó aukið, þrefalt til fimmtánfalt, til að koma til móts við viðskiptavini. Innlent niðurhal er enn sem komið er innifalið í þjónustu Vodafone. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir sambærilegar breytingar hafa verið í umræðunni, en þó hafi engar ákvarðanir verið teknar. „Það hefur svo sem lengi verið talað um það að einn daginn kæmi að því að meðhöndla innlent og erlent með sama hætti. Þetta er í takt við það sem gerist víða úti í heimi,“ segir Hrannar. „Almennt séð, þá held ég, og algjörlega burtséð frá Símanum, má færa fyrir því rök að þetta kerfi sé einfaldara. Það er oft óljóst hvort gögnin komi frá útlöndum eða ekki. Það má því alveg færa fyrir því rök að það sé eðlilegast að gera þetta svona,“ segir Hrannar jafnframt. Innlent niðurhal er innifalið í internetþjónustu 365 og segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, enga breytingu verða þar á. „Slíkar breytingar eru ekki fyrirhugaðar hjá 365 miðlum og verður innlent niðurhal áfram innifalið í þjónustu okkar," segir Ari. Tengdar fréttir Síminn rukkar fyrir alla internetnotkun Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. 3. júní 2014 11:18 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
Breytingar á gjaldskrá Símans verða að teljast ansi áhættusamar, enda róttækar og samkeppnin á markaðnum mikil. Þessi leið er þó ekki alls óþekkt á íslenskum fjarskiptamarkaði, en þessi sama leið er farin á 3G og 4G neti Nova. „Við teljum þessa leið ekki áhættusama heldur réttláta og í hag viðskiptavina okkar og neytenda. Það er erfitt fyrir mig að meta hvað keppinautarnir gera, en þetta sú mæling sem viðskiptavinir þekkja á farsímanetinu og auðveldar allan samanburð neytenda,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.Síminn hf. kemur til með að rukka fyrir alla internetnotkun, innlenda og erlenda, frá og með 1. september en hingað til hefur erlend internetnotkun einungis verið gjaldfærð. Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. Þá hækkar gjaldskrá þeirra og eru áhrifin 2 prósent á meðalreikning hvers heimilis. Gagnamagnið verður þó aukið, þrefalt til fimmtánfalt, til að koma til móts við viðskiptavini. Innlent niðurhal er enn sem komið er innifalið í þjónustu Vodafone. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir sambærilegar breytingar hafa verið í umræðunni, en þó hafi engar ákvarðanir verið teknar. „Það hefur svo sem lengi verið talað um það að einn daginn kæmi að því að meðhöndla innlent og erlent með sama hætti. Þetta er í takt við það sem gerist víða úti í heimi,“ segir Hrannar. „Almennt séð, þá held ég, og algjörlega burtséð frá Símanum, má færa fyrir því rök að þetta kerfi sé einfaldara. Það er oft óljóst hvort gögnin komi frá útlöndum eða ekki. Það má því alveg færa fyrir því rök að það sé eðlilegast að gera þetta svona,“ segir Hrannar jafnframt. Innlent niðurhal er innifalið í internetþjónustu 365 og segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, enga breytingu verða þar á. „Slíkar breytingar eru ekki fyrirhugaðar hjá 365 miðlum og verður innlent niðurhal áfram innifalið í þjónustu okkar," segir Ari.
Tengdar fréttir Síminn rukkar fyrir alla internetnotkun Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. 3. júní 2014 11:18 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Sjá meira
Síminn rukkar fyrir alla internetnotkun Við þessa breytingu er talið að gagnanotkun heimila muni mælast þrefalt meiri en nú. 3. júní 2014 11:18