Sport

Líkti múslimum við nasista

Curt Schiling.
Curt Schiling. vísir/getty
Fyrrum hafnaboltaleikmaðurinn Curt Schilling fær ekki að lýsa úrslitunum í barnadeildinni í hafnabolta eftir umdeilda Twitter-færslu.

Í færslunni, sem má sjá hér að neðan, birti Schilling mynd af Hitler þar sem kastað er fram tölfræði um múslima og nasista. Schilling óttast múslima eins og sjá má á færslunni.

ESPN hefur sett Schilling í tímabundið bann frá stöðinni og ekki ljóst hvenær, ef einhvern tímann, hann snýr aftur.

Schilling eyddi færslunni eftir nokkrar mínútur en internetið gleymir aldrei og færslan er löngu komin út um allt á netinu.

Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Schilling lendir í umdeildum átökum á Twitter. Hann eyddi eitt sinn fjórum tímum á Twitter að rífast við annað fólk um þróunarkenninguna.

mynd/twitter



Fleiri fréttir

Sjá meira


×