Fótbolti

Líklegt að Martinez missi af næsta tímabili

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Javi Martinez var sárkvalinn í gær.
Javi Martinez var sárkvalinn í gær. Vísir/Getty
Óttast er að Javi Martinez, leikmaður Bayern München, verður frá keppni í allt að sjö mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Bayern og Borussia Dortmund um þýska Ofurbikarinn í gær.

Martinez fór út af eftir um hálftíma leik í gær eftir að hafa lent í samstuði við Marcel Schmelzer, leikmann Dortmund. Meiðslin voru strax talin alvarleg og nú hefur verið staðfest að Spánverjinn er með slitið krossband.

Martinez mun gangast undir aðgerð hjá Dr. Richard Steadman í Bandaríkjunum á næstunni.

Spánverjinn lék 18 deildarleiki með Bayern á síðustu leiktíð, en hann kom til liðsins 2012 frá Athletic Bilbao.


Tengdar fréttir

Dortmund vann þýska ofurbikarinn

Dortmund vann öruggan 2-0 sigur á Robert Lewandowski og félögum í Bayern Munchen í þýska ofurbikarnum í dag.

Contento til Bordeaux

Vinstri bakvörðurinn Diego Contento hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Bordeaux.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×