Innlent

Líklegt að hlaupið hafi úr Grímsvötnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá hlaupi úr Grímsvötnum 2010.
Frá hlaupi úr Grímsvötnum 2010.
Vatnshæð og leiðni í Gígjukvísl á Skeiðarársandi hefur hækkað óvenju mikið frá því á hádegi í gær, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Vatnið í ánni er dökkt að lit og einnig fannst brennisteinslykt við brúna um fimmleytið í dag. Mælingar sýna ekki mjög mikla aukningu á vatnshæð en líklegt er að áin hafi grafið sig niður og því gæti vatnshæðin verið meiri. Samkvæmt lögreglunni hafði vatnshæðin hækkað í kvöld frá því um fimmleytið í dag og einnig var nokkuð um ís í ánni. Veðurstofan telur líklegast að hlaupið hafi úr Grímsvötnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×