Viðskipti erlent

Líkja vel eftir vörum frá Lego

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danski leikfangaframleiðandinn Lego ætlar að grípa til lagalegra aðgerða gegn kínverska fyrirtækinu Lepin
Danski leikfangaframleiðandinn Lego ætlar að grípa til lagalegra aðgerða gegn kínverska fyrirtækinu Lepin
Danski leikfangaframleiðandinn Lego ætlar að grípa til lagalegra aðgerða gegn kínverska fyrirtækinu Lepin, sem framleiðir eftirlíkingar af legókubbunum. Eftirlíkingarnar eru ódýrari en Lego. Forsvarsmenn Lego telja þær hins vegar vera ólöglegar og brjóta gegn réttindum Lego.

„Lepin kóperar í stórum dráttum alla okkar framleiðslu og það erum við ekki ánægð með,“ segir Peter Kjær, aðstoðarframkvæmdastjóri lögfræðideildar Lego, við fréttastofu DR. Hann segir að framleiðslan geti verið léleg og í versta falli hættuleg.

DR segir að merki, umbúðir, notendaleiðbeiningar og vörurnar frá Lepin minni svo mikið á Lego að notendur sjái ekki muninn.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×