Erlent

Lífrænt ræktuð matvæli ekki hollari en þau hefðbundnu

Ný samantekt á vegum vísindamanna við Stanford háskólann sýnir að lífrænt ræktuð matvæli eru ekki hollari mönnum en þau hefðbundnu.

Vísindamennirnir könnuðu niðurstöður úr yfir 200 rannsóknum sem gerðar hafa verið á muninum á lífrænt ræktuðum matvælum og hefðbundnum og þetta er niðurstaðan. Neysla á lífrænt ræktuðum matvælum getur þó dregið úr skordýraeitri í líkömum fólks enda er um 30% minna af því eitri í lífrænt ræktuðu matvælunum en þeim hefðbundnu.

Vísindamennirnir hafa þann fyrirvara á niðurstöðum sínum að engin af þessum yfir 200 rannsóknum hefur staðið lengur en í tvö ár og því sé óvissa um langtímaáhrif þess að neyta frekar lífrænt ræktaðra matvæla.

Í ljós hafi komið að lífrænt ræktaðir ávextir og grænmeti innihalda sama magn af vítamínum og þau hefðbundu og mjólk inniheldur sama magn af fitu og próteinum og hin hefðbundna. Nokkrar af þessum rannsóknum hafa þó sýnt að meira er af omega 3 fitusýrum í lífrænt ræktaðri mjólk.

Lífrænt ræktuð matvæli innihalda hinsvegar meira af nitrogeni en þau hefðbundnu en slíkt er ólíklegt til að bæta heilsufar fólks, að því er segir í frétt á BBC um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×