Lífeyrissjóðirnir: Skylda, frelsi og ábyrgð Vilhjálmur Egilsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Samkvæmt lögum eru allir á vinnumarkaði skyldugir til þess að greiða í lífeyrissjóð. Um þessa skyldu er víðtæk samstaða. Í löndum þar sem lífeyrissjóðir hafa lítið hlutverk fara skattar síhækkandi vegna fjölgunar aldraðra. Kosturinn við sjóðssöfnun lífeyrissjóða er að stór hluti lífeyrisins er uppsafnaðar fjármagnstekjur. Skylduþátttaka í lífeyrissjóði er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að þeir sem koma sér undan iðgjöldum fái fullar greiðslur úr almannatryggingum. Ef sá möguleiki væri fyrir hendi gæti fólk velt byrðum yfir á samborgarana án þess að leggja eðlilegt framlag af mörkum. Skipulag lífeyrissjóða er sífellt til umræðu enda eru sjóðirnir með mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Meðal álitamála er hvernig fólk uppfyllir greiðsluskyldu sína, rétt til að velja sjóð og stjórnun sjóðanna. Í lögum um lífeyrissjóði er annars vegar frelsi til að velja tiltekinn sjóð og hins vegar frelsi til að gera kjarasamninga um stofnun og rekstur lífeyrissjóða. Sjóðirnir hafa sjálfir vald til þess að ákveða um stjórnskipan sína og stjórnir eru einkum skipaðar af aðstandendum þeirra en nokkrar kosnar af sjóðsfélögum.Meðal öflugustu í heimi Lífeyrissjóðirnir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma og aðilar vinnumarkaðarins hafa verið í fararbroddi. Stefna stéttarfélaganna er að tengja uppbyggingu lífeyrisréttinda við gerð kjarasamninga og kveða þar á um iðgjöld í lífeyrissjóðina. Þróun lífeyrismála hefði orðið allt önnur ef aðilar vinnumarkaðarins hefðu ekki tekið að sér þetta hlutverk. Þá hefði lífeyrissjóðakerfið mótast fyrst og fremst í gegnum stjórnmálakerfið. Niðurstaðan af forystu aðila vinnumarkaðarins er hins vegar sú að íslensku lífeyrissjóðirnir eru meðal þeirra öflugustu í heiminum og eitt af því sem hvað best hefur tekist í íslensku samfélagi. Aðilar vinnumarkaðarins axla ábyrgð á stjórn lífeyrissjóða á samningssviði þeirra. Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin tilnefna í stjórnir sjóðanna á almenna vinnumarkaðnum og sambærilegt gildir fyrir sjóði opinberra starfsmanna. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaganna hafa þau hlutverk í stjórnum sjóðanna að gæta þess að vel sé farið með fé þeirra og starfsemin sé í samræmi við það sem til er ætlast. Hagsmunir viðkomandi sjóða eru í fyrsta og eina sætinu. Sjóðirnir eru ekkert annað en lífeyrisréttindi sjóðsfélaganna í nútíð og framtíð.Lykilspurningar Stundum heyrast efasemdir um það fyrirkomulag að Samtök atvinnulífsins eða atvinnurekendur skipi fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða til jafns við stéttarfélögin. Rökin fyrir því eru þau að uppbygging og rekstur lífeyrissjóðanna er sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna og starfsfólksins og framlög í lífeyrissjóðina tengjast þátttöku á vinnumarkaði. Fyrirtækin standa frammi fyrir því að kröfur um launakostnað og framlög í lífeyrissjóði fara eftir því hvernig til tekst í uppbyggingu þeirra. Hagsmunir fyrirtækjanna og Samtaka atvinnulífsins í stjórnum lífeyrissjóða eru alfarið þeir að sem best takist við rekstur og uppbyggingu þeirra. Slakur árangur kallar á meiri kostnað allra fyrirtækja og rýrir hag þeirra. Það er því skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að taka þátt í stjórn lífeyrissjóðanna meðan þeir eru á annað borð viðfangsefni kjarasamninga. Það er óhjákvæmilegt að spyrja nokkurra lykilspurninga þegar efast er um aðkomu aðila vinnumarkaðarins að lífeyrissjóðunum. Verður sjóðunum stýrt af meiri ábyrgð ef stjórnmálamenn verða í aðalhlutverki í þróun og uppbyggingu lífeyriskerfisins? Er tryggingafræðilegur halli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins kannski dæmi um ábyrgð og framsýni í lífeyrismálum? Hvaða afl hefðu lífeyrissjóðirnir til að standa gegn tillögum, tilraunum og aðgerðum ríkisstjórnar og þingmanna til að rýra sjóðina með skattlagningu eða öðrum byrðum óskyldum hlutverki þeirra ef aðilar vinnumarkaðarins væru ekki bakhjarlar þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum eru allir á vinnumarkaði skyldugir til þess að greiða í lífeyrissjóð. Um þessa skyldu er víðtæk samstaða. Í löndum þar sem lífeyrissjóðir hafa lítið hlutverk fara skattar síhækkandi vegna fjölgunar aldraðra. Kosturinn við sjóðssöfnun lífeyrissjóða er að stór hluti lífeyrisins er uppsafnaðar fjármagnstekjur. Skylduþátttaka í lífeyrissjóði er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að þeir sem koma sér undan iðgjöldum fái fullar greiðslur úr almannatryggingum. Ef sá möguleiki væri fyrir hendi gæti fólk velt byrðum yfir á samborgarana án þess að leggja eðlilegt framlag af mörkum. Skipulag lífeyrissjóða er sífellt til umræðu enda eru sjóðirnir með mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Meðal álitamála er hvernig fólk uppfyllir greiðsluskyldu sína, rétt til að velja sjóð og stjórnun sjóðanna. Í lögum um lífeyrissjóði er annars vegar frelsi til að velja tiltekinn sjóð og hins vegar frelsi til að gera kjarasamninga um stofnun og rekstur lífeyrissjóða. Sjóðirnir hafa sjálfir vald til þess að ákveða um stjórnskipan sína og stjórnir eru einkum skipaðar af aðstandendum þeirra en nokkrar kosnar af sjóðsfélögum.Meðal öflugustu í heimi Lífeyrissjóðirnir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma og aðilar vinnumarkaðarins hafa verið í fararbroddi. Stefna stéttarfélaganna er að tengja uppbyggingu lífeyrisréttinda við gerð kjarasamninga og kveða þar á um iðgjöld í lífeyrissjóðina. Þróun lífeyrismála hefði orðið allt önnur ef aðilar vinnumarkaðarins hefðu ekki tekið að sér þetta hlutverk. Þá hefði lífeyrissjóðakerfið mótast fyrst og fremst í gegnum stjórnmálakerfið. Niðurstaðan af forystu aðila vinnumarkaðarins er hins vegar sú að íslensku lífeyrissjóðirnir eru meðal þeirra öflugustu í heiminum og eitt af því sem hvað best hefur tekist í íslensku samfélagi. Aðilar vinnumarkaðarins axla ábyrgð á stjórn lífeyrissjóða á samningssviði þeirra. Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin tilnefna í stjórnir sjóðanna á almenna vinnumarkaðnum og sambærilegt gildir fyrir sjóði opinberra starfsmanna. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaganna hafa þau hlutverk í stjórnum sjóðanna að gæta þess að vel sé farið með fé þeirra og starfsemin sé í samræmi við það sem til er ætlast. Hagsmunir viðkomandi sjóða eru í fyrsta og eina sætinu. Sjóðirnir eru ekkert annað en lífeyrisréttindi sjóðsfélaganna í nútíð og framtíð.Lykilspurningar Stundum heyrast efasemdir um það fyrirkomulag að Samtök atvinnulífsins eða atvinnurekendur skipi fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða til jafns við stéttarfélögin. Rökin fyrir því eru þau að uppbygging og rekstur lífeyrissjóðanna er sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna og starfsfólksins og framlög í lífeyrissjóðina tengjast þátttöku á vinnumarkaði. Fyrirtækin standa frammi fyrir því að kröfur um launakostnað og framlög í lífeyrissjóði fara eftir því hvernig til tekst í uppbyggingu þeirra. Hagsmunir fyrirtækjanna og Samtaka atvinnulífsins í stjórnum lífeyrissjóða eru alfarið þeir að sem best takist við rekstur og uppbyggingu þeirra. Slakur árangur kallar á meiri kostnað allra fyrirtækja og rýrir hag þeirra. Það er því skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að taka þátt í stjórn lífeyrissjóðanna meðan þeir eru á annað borð viðfangsefni kjarasamninga. Það er óhjákvæmilegt að spyrja nokkurra lykilspurninga þegar efast er um aðkomu aðila vinnumarkaðarins að lífeyrissjóðunum. Verður sjóðunum stýrt af meiri ábyrgð ef stjórnmálamenn verða í aðalhlutverki í þróun og uppbyggingu lífeyriskerfisins? Er tryggingafræðilegur halli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins kannski dæmi um ábyrgð og framsýni í lífeyrismálum? Hvaða afl hefðu lífeyrissjóðirnir til að standa gegn tillögum, tilraunum og aðgerðum ríkisstjórnar og þingmanna til að rýra sjóðina með skattlagningu eða öðrum byrðum óskyldum hlutverki þeirra ef aðilar vinnumarkaðarins væru ekki bakhjarlar þeirra?
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun