Erlent

Líbíuher gerir loftárásir á höfuðborg landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Sú Líbíustjórn sem viðurkennd er á alþjóðavettvangi er sjálf með aðsetur í borginni Benghazi, en önnur ríkisstjórn ræður nú ríkjum í Trípolí.
Sú Líbíustjórn sem viðurkennd er á alþjóðavettvangi er sjálf með aðsetur í borginni Benghazi, en önnur ríkisstjórn ræður nú ríkjum í Trípolí. Vísir/AFP
Flugher þeirrar Líbíustjórnar sem viðurkennd er á alþjóðavettvangi hefur gert loftárásir nærri líbísku höfuðborginni Trípolí. Stjórnin er sjálf með aðsetur í borginni Benghazi, en önnur ríkisstjórn ræður nú ríkjum í Trípolí.

Saqir El-jaroshi, talsmaður flughersins, segir árásirnar hafa beinst að Maitiga-flugvellinum og flugvellinum í Misrata.

El-jaroshi segir árásirnar vera svar stjórnarinnar við þrim árásum sem gerðar voru á flugvöllinn í Zintan. Sveitir Líbískrar dögunar, hóps sem tók yfir Trípolí á síðasta ári og kom á eigin stjórn, stóðu fyrir þeim árásum.


Tengdar fréttir

Egyptar réðust á ISIS í Líbíu

Egyptar gerðu í morgun loftárásir á bækistöðvar Íslamska ríkisins í Líbíu, nokkrum klukkustundum eftir að samtökin sendu frá sér myndband sem virðist sýna þegar tuttugu og einn kristinn Egypti er hálshöggvinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×