Erlent

Lest skall á lestarstöð í New Jersey

Atli ísleifsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Mynd/Twitter
Farþegalest skall á lestarstöð í Hoboken í New Jersey, vestan við Manhattan, klukkan 8:30 að staðartíma í morgun. Talsmaður yfirvalda segja að á annað hundrað hafi slasast.

Lestin sem um ræðir var númer 1614 á Pascack Valley-línunni.

Myndir hafa verið birtar á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að lestarstöðin hefur stórskemmst í árekstrinum. NBC greinir frá því að ekki sé vitað hvað olli slysinu að svo stöddu. Búið er að stöðva alla umferð til og frá stöðinni. Um 50 þúsund manns fara um stöðina á degi hverjum.

Fjölmargir sem voru um borð í lestinni segjast á Twitter vera heppnir að vera á lífi.

Uppfært 14:15:

Staðfest er að einn er látinn.

Uppfært 14:25:

NBC hefur eftir talsmanni yfirvalda að þrír séu látnir.

Uppfært 16:50

Einungis er búið að staðfesta að einn hafi látið lífið í slysinu. Rúmlega hundrað eru slasaðir og vitað er til þess að fólk sé enn fast í lestinni og lestarstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×