Sport

Lengsti íshokkíleikur sögunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Áhorfendur á íshokkíleik í Noregi í gær fengu eiginlega of mikið fyrir peninginn því þeir ætluðu aldrei að komast heim.

Þetta var fimmti leikur Storhamar og Sparta Sarpsborg í úrslitakeppninni. Leikurinn stóð yfir í átta og hálfan tíma og fór í átta framlengingar.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingin virtist hreinlega aldrei ætla að klárast.

Það var ekki fyrr en nokkuð var liðið á nóttina sem Joakim Jensen skoraði sigurmark fyrir Storhamar öllum til mikils léttis. Leikmenn voru þá gjörsamlega úrvinda og margir áhorfendur farnir heim enda komið vel fram yfir háttatíma.

Alls voru spilaðar 217 leikmínútur en gamla heimsmetið frá 1936 var 176 mínútur.

Það kemur væntanlega lítið á óvart að markverðir liðanna hafi verið valdir menn leiksins. Annar varði 92 af 93 skotum en hinn varði 94 af 96 skotum sem hann fékk á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×