Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. desember 2013 21:27 Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. Ljóst er að lekamálið mikla kemur til með að hafa víðtæk áhrif á starfsemi Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone lækkuðu um 12 prósent í Kauphöllinni í dag en velta með bréfin nam um 170 milljónum króna. Málið snertir tugþúsundir Íslendinga. Kristján Már Hauksson er á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á lekanum um helgina. Hátt í 80 smáskilaboð frá honum eru í þessum gögnum. „Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir,“ segir Kristján. Hann segir málið undirstrika þörfina fyrir að koma skipulagi á lykilorð og annað. Að fólk sé ekki með sama lykilorð á tölvupóstinum og heimabankanum. Þetta eru á meðal skilaboða frá Kristjáni sem finna má í gögnunum: „Fyrirgefðu að ég hljómaði reiður, ég er meira ráðlaus en reiður.“ „Góðan daginn ástin mín, sorry að ég skildi ekki hringja.“ „Takk ástin mín — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi :-)“ Eins og sjá má eru þetta oftast nær léttvæg orðaskipti sem finna má í þeim áttatíu þúsund smáskilaboðum sem láku á netið á laugardaginn. Nokkur eru þó þess eðlis að geta haft hriklegar afleiðingar enda eru skilaboðin án skýringar og samhengislaus. „Við erum á skrýtnum stað,“ segir Kristján. „Ég set spurningarmerki við það að okkur finnist sjálfsagt að taka þessi gögn og velta okkur upp úr þeim.“ Ekki liggur fyrir hversu margir viðskiptavinir Vodafone hafa sagt skilið við fyrirtækið en ljóst er að fjölmargir hafa ákveðið að tryggja sér net- og símaþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Þetta umfangsmikla lekamál snertir tugþúsundir einstaklinga og tekur til um 80 þúsund smáskilaboða. Eins alvarlegt og lekamálið er þá er það fyrst og fremst áminning um hversu illa Íslendingar standa sig í netöryggismálum. Nýleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sýndi fram á afar slæma stöðu í netöryggi margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að netöryggi sé sérstaklega ábótavant í heilbrigðisgeiranum. Það dylst engum að ef sambærilegur leki ætti sér stað með sjálfa sjúkrasögu Íslendinga þá myndi það hafa víðtæk pólitísk og félagsleg áhrif. „Tímarnir hafa breyst og tæknin með,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við þurfum að spyrja okkur hvort að löggjöfin er í samræmi við það, hvort að vinnulag er í samræmi við það. Við verðum að geta boðið fólki upp á það í dag að það geti nýtt sér þessi tæki og tækifærin sem þau bjóða upp á og verið öruggt um það.“ Hanna Birna ítrekar að ábyrgðin sé hjá Vodafone en um leið vakni spurningar sjálft netöryggi landsins. Bæði varðandi löggjöf og netkerfi ríkisvaldsins. „Auðvitað var þetta innbrot. Þarna var ákveðið afbrot framið og kannski er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir þau. Við verðum að tryggja það að gögnin sem þarna eru séu þau gögn sem lagalega mega vera þar en önnur ekki. Vodafone-innbrotið Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina. Ljóst er að lekamálið mikla kemur til með að hafa víðtæk áhrif á starfsemi Vodafone á Íslandi. Gengi hlutabréfa Vodafone lækkuðu um 12 prósent í Kauphöllinni í dag en velta með bréfin nam um 170 milljónum króna. Málið snertir tugþúsundir Íslendinga. Kristján Már Hauksson er á meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á lekanum um helgina. Hátt í 80 smáskilaboð frá honum eru í þessum gögnum. „Þetta eru til dæmis SMS hvað ég átti að kaupa í matinn, stundum er eiginkonan að skamma mig eða ég að skamma hana. Í raun er þetta ekkert sem ég skammast mín fyrir,“ segir Kristján. Hann segir málið undirstrika þörfina fyrir að koma skipulagi á lykilorð og annað. Að fólk sé ekki með sama lykilorð á tölvupóstinum og heimabankanum. Þetta eru á meðal skilaboða frá Kristjáni sem finna má í gögnunum: „Fyrirgefðu að ég hljómaði reiður, ég er meira ráðlaus en reiður.“ „Góðan daginn ástin mín, sorry að ég skildi ekki hringja.“ „Takk ástin mín — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi :-)“ Eins og sjá má eru þetta oftast nær léttvæg orðaskipti sem finna má í þeim áttatíu þúsund smáskilaboðum sem láku á netið á laugardaginn. Nokkur eru þó þess eðlis að geta haft hriklegar afleiðingar enda eru skilaboðin án skýringar og samhengislaus. „Við erum á skrýtnum stað,“ segir Kristján. „Ég set spurningarmerki við það að okkur finnist sjálfsagt að taka þessi gögn og velta okkur upp úr þeim.“ Ekki liggur fyrir hversu margir viðskiptavinir Vodafone hafa sagt skilið við fyrirtækið en ljóst er að fjölmargir hafa ákveðið að tryggja sér net- og símaþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum. Þetta umfangsmikla lekamál snertir tugþúsundir einstaklinga og tekur til um 80 þúsund smáskilaboða. Eins alvarlegt og lekamálið er þá er það fyrst og fremst áminning um hversu illa Íslendingar standa sig í netöryggismálum. Nýleg úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sýndi fram á afar slæma stöðu í netöryggi margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Í skýrslu KPMG kemur fram að netöryggi sé sérstaklega ábótavant í heilbrigðisgeiranum. Það dylst engum að ef sambærilegur leki ætti sér stað með sjálfa sjúkrasögu Íslendinga þá myndi það hafa víðtæk pólitísk og félagsleg áhrif. „Tímarnir hafa breyst og tæknin með,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. „Við þurfum að spyrja okkur hvort að löggjöfin er í samræmi við það, hvort að vinnulag er í samræmi við það. Við verðum að geta boðið fólki upp á það í dag að það geti nýtt sér þessi tæki og tækifærin sem þau bjóða upp á og verið öruggt um það.“ Hanna Birna ítrekar að ábyrgðin sé hjá Vodafone en um leið vakni spurningar sjálft netöryggi landsins. Bæði varðandi löggjöf og netkerfi ríkisvaldsins. „Auðvitað var þetta innbrot. Þarna var ákveðið afbrot framið og kannski er ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir þau. Við verðum að tryggja það að gögnin sem þarna eru séu þau gögn sem lagalega mega vera þar en önnur ekki.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira