Körfubolti

Leikur Valencia hrundi í seinni hálfleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór og félagar fundu ekki taktinn í seinni hálfleik.
Jón Arnór og félagar fundu ekki taktinn í seinni hálfleik. mynd/facebook-síða valencia
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia biðu lægri hlut, 80-62, fyrir Murcia í spænsku 1. deildinni í körfubolta í dag.

Jón Arnór hafði hægt um sig og skoraði þrjú stig og gaf eina stoðsendingu á rúmum 15 mínútum.

Valencia var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með níu stigum eftir hann, 45-36.

En í seinni hálfleik hrökk sóknarleikur Valencia í baklás, liðið skoraði aðeins 17 stig á 20 mínútum og tapaði á endanum með 18 stigum, 80-62.

Valencia er enn í 2. sæti deildarinnar en liðið hefur unnið 25 leiki í vetur og tapað fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×