Fótbolti

Leikmaður beraði sig á fylleríi í æfingaferð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefan Effenberg, fyrrum leikmaður Bayern og þýska landsliðsins.
Stefan Effenberg, fyrrum leikmaður Bayern og þýska landsliðsins. Vísir/Getty
Það gekk á ýmsu í æfingaferð þýska B-deildarliðsins Paderborn í Tyrklandi á dögunum en leikmaður var rekinn fyrir að bera sig á fylleríi nú um helgina.

Sóknarmaðurinn Nick Proschwitz beraði sig fyrir kvenkyns starfsmanni umboðsskrifstofu sem skipulagði æfingaferðina fyrir félagið.

Wilfried Finke, stjórnarformaður félagsins, brást skjótt við og rak leikmanninn frá félaginu umsvifalaust. Mál hans er nú komið í hendur lögmanna en Finke sagði að félagið gæti aldrei umborið slíka hegðun leikmanna sinna.

Nick Proschwitz.Vísir/Getty
Stefan Effenberg, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, er þjálfari Paderborn og þurfti að berjast fyrir því að halda starfi sínu á fimm klukkustunda fundi með Finke. En hann slapp með aðvörun.

„Þegar ég hafði fengið allar upplýsingar um atuburði kvöldsins var ég knúinn til að íhuga stöðu Effenberg og [Michael] Born [framkvæmdastjóra]. En eftir samtal okkar kom uppsögn ekki lengur til greina,“ sagði Finke við þýska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×