MIđVIKUDAGUR 29. MARS NŢJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Leikkonan Patty Duke lßtin

 
Erlent
08:22 30. MARS 2016
Patty Duke var­ 69 ßra g÷mul.
Patty Duke var­ 69 ßra g÷mul. V═SIR/AFP

Bandaríska leikkonan Patty Duke er látin, 69 ára að aldri. Duke hlaut Óskarsverðlaun sextán ára gömul fyrir hlutverk sitt sem Helen Keller í kvikmyndinni The Miracle Worker árið 1963 þar sem hún lék á móti Anne Bancroft.

Duke gerði einnig garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í The Patty Duke Show á sjöunda áratugnum, auk þess að fá Emmy-verðlaun fyrir My Sweet Charlie árið 1970 og Captains and the Kings árið 1976.

Hún hafði verið gift Michael Pearce frá árinu 1986 og átti alls þrjú börn, þeirra á meðal leikarann Sean Astin sem fór með hlutverk Sáms í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu.

Í sjálfsævisögu sinni greindi Duke frá því að á níunda áratugnum hafi hún verið greind með geðklofa eða geðhvarfaröskun.

Hún lést í bænum Coeur D'Alene í Idaho-ríki.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Erlent / Leikkonan Patty Duke lßtin
Fara efst