Erlent

Leikkonan Patty Duke látin

Atli Ísleifsson skrifar
Patty Duke varð 69 ára gömul.
Patty Duke varð 69 ára gömul. Vísir/AFP
Bandaríska leikkonan Patty Duke er látin, 69 ára að aldri. Duke hlaut Óskarsverðlaun sextán ára gömul fyrir hlutverk sitt sem Helen Keller í kvikmyndinni The Miracle Worker árið 1963 þar sem hún lék á móti Anne Bancroft.

Duke gerði einnig garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í The Patty Duke Show á sjöunda áratugnum, auk þess að fá Emmy-verðlaun fyrir My Sweet Charlie árið 1970 og Captains and the Kings árið 1976.

Hún hafði verið gift Michael Pearce frá árinu 1986 og átti alls þrjú börn, þeirra á meðal leikarann Sean Astin sem fór með hlutverk Sáms í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu.

Í sjálfsævisögu sinni greindi Duke frá því að á níunda áratugnum hafi hún verið greind með geðklofa eða geðhvarfaröskun.

Hún lést í bænum Coeur D'Alene í Idaho-ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×