Leikkonan Patty Duke látin

 
Erlent
08:22 30. MARS 2016
Patty Duke varđ 69 ára gömul.
Patty Duke varđ 69 ára gömul. VÍSIR/AFP

Bandaríska leikkonan Patty Duke er látin, 69 ára að aldri. Duke hlaut Óskarsverðlaun sextán ára gömul fyrir hlutverk sitt sem Helen Keller í kvikmyndinni The Miracle Worker árið 1963 þar sem hún lék á móti Anne Bancroft.

Duke gerði einnig garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í The Patty Duke Show á sjöunda áratugnum, auk þess að fá Emmy-verðlaun fyrir My Sweet Charlie árið 1970 og Captains and the Kings árið 1976.

Hún hafði verið gift Michael Pearce frá árinu 1986 og átti alls þrjú börn, þeirra á meðal leikarann Sean Astin sem fór með hlutverk Sáms í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu.

Í sjálfsævisögu sinni greindi Duke frá því að á níunda áratugnum hafi hún verið greind með geðklofa eða geðhvarfaröskun.

Hún lést í bænum Coeur D'Alene í Idaho-ríki.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Leikkonan Patty Duke látin
Fara efst