Innlent

Leiga á húsbíl í tvær vikur kostar 630 þúsund

Jakob Bjarnar skrifar
Verðlagning í túristabransanum er að stíga vel yfir kaupmátt almennings á Íslandi.
Verðlagning í túristabransanum er að stíga vel yfir kaupmátt almennings á Íslandi. visir/getty
Maður nokkur, sem hafði hug á því að leigja sér húsbíl í sumarfríi sínu, til tveggja vikna, varð fremur forviða þegar hann kannaði málið. Hann hringdi í Bílaleigu Akureyrar og þá var honum tjáð að slíkur bíll, fyrir þennan tíma, kostaði 630 þúsund krónur.

„Ha,“ sagði maðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, því hann telur sig enn standa í samningaviðræðum um leiguna; „ég sagði að ég væri ekki að kaupa tjaldvagn og hún sagði að hún vissi það.“

Maðurinn er nú að reyna að prútta um verðið á þeim forsendum að hann sé Íslendingur. „Þeir tala um öll verð í Evrum og þeir vilja fá 307 Evrur fyrir daginn.“

Svo virðist, samkvæmt þessu, að túristalandið Ísland sé að taka á sig þá mynd að hér sé tvískipting milli þeirra sem hér troða grund að þróast. Eitt verð fyrir útlendinga og annað fyrir innfædda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×