Leiðast seinlegar samningaviðræður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður FT. vísir/Anton Brink „Okkur er farið að leiðast þófið og hefðum viljað sjá skilvirkari vinnubrögð. Við vorum að vonast eftir því að með þeirri ákvörðun að vísa viðræðum til ríkissáttasemjara kæmi meiri skilvirkni í hlutina,“ segir Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum(FT). Félagsmenn hafa nú verið samningslausir í rúmt hálft ár og engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu FT við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sigrún segir yfirstandandi kjarasamninga mikilvæga þegar litið er til þess sem er í umræðunni núna, að taka í notkun nýtt samningalíkan á vinnumarkaði að norrænni fyrirmynd í næstu kjarasamningslotu. „Þegar þú ferð inn í slíkt kerfi sýnir reynsla kollega okkar frá Norðurlöndum að launastaða hópa í slíku kerfi tekur ekki breytingum eftir að kerfin hafa verið tekin í notkun, hér skiptir upphafsstaðan öllu máli, þú ert fastur á þeim stað sem þú varst á í launastiganum þegar af stað er farið,“ segir Sigrún og bætir við: „Þar sem við misstum úr eina umferð í kjarasamningum árið 2008 og hefur ekki enn tekist að ná okkar fyrri stöðu leggjum við ofuráherslu á að okkar hlutur verði leiðréttur núna og störfin ekki gjaldfelld.“ Hún segir bilið á milli þeirra launa sem félagsmenn FT vilja og þeirra sem SÍS býður ekki svo langt að það sé ekki brúanlegt en þó sé nokkurt bil á milli. „Þó svo við myndum ákveða að nýta eina úrræðið sem við höfum samkvæmt lögum, vinnustöðvun, í þessum aðstæðum, þá tel ég slíkt úrræði í reynd ekki raunhæfan kost lengur fyrir hópa eins og okkur. Í verkfallinu sem við beittum síðast varð ávinningurinn minni en við höfðum vonast til. Við höfðum ekki mikið um það að segja hvernig lyktir urðu svo ekki sé meira um það sagt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
„Okkur er farið að leiðast þófið og hefðum viljað sjá skilvirkari vinnubrögð. Við vorum að vonast eftir því að með þeirri ákvörðun að vísa viðræðum til ríkissáttasemjara kæmi meiri skilvirkni í hlutina,“ segir Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum(FT). Félagsmenn hafa nú verið samningslausir í rúmt hálft ár og engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu FT við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sigrún segir yfirstandandi kjarasamninga mikilvæga þegar litið er til þess sem er í umræðunni núna, að taka í notkun nýtt samningalíkan á vinnumarkaði að norrænni fyrirmynd í næstu kjarasamningslotu. „Þegar þú ferð inn í slíkt kerfi sýnir reynsla kollega okkar frá Norðurlöndum að launastaða hópa í slíku kerfi tekur ekki breytingum eftir að kerfin hafa verið tekin í notkun, hér skiptir upphafsstaðan öllu máli, þú ert fastur á þeim stað sem þú varst á í launastiganum þegar af stað er farið,“ segir Sigrún og bætir við: „Þar sem við misstum úr eina umferð í kjarasamningum árið 2008 og hefur ekki enn tekist að ná okkar fyrri stöðu leggjum við ofuráherslu á að okkar hlutur verði leiðréttur núna og störfin ekki gjaldfelld.“ Hún segir bilið á milli þeirra launa sem félagsmenn FT vilja og þeirra sem SÍS býður ekki svo langt að það sé ekki brúanlegt en þó sé nokkurt bil á milli. „Þó svo við myndum ákveða að nýta eina úrræðið sem við höfum samkvæmt lögum, vinnustöðvun, í þessum aðstæðum, þá tel ég slíkt úrræði í reynd ekki raunhæfan kost lengur fyrir hópa eins og okkur. Í verkfallinu sem við beittum síðast varð ávinningurinn minni en við höfðum vonast til. Við höfðum ekki mikið um það að segja hvernig lyktir urðu svo ekki sé meira um það sagt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira