Enski boltinn

Leicester er búið að tala við Hodgson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. vísir/getty
Englandsmeistarar Leicester City eru í leit að nýjum knattspyrnustjóra og kemur það mörgum á óvart að félagið hafi áhuga á Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfara Englands.

Óformlegar viðræður hafa farið fram á milli Hodgson og Leicester en félagið mun ræða við fleiri þjálfara.

Svo er ekki loku fyrir það skotið að Craig Shakespeare klári tímabilið með félaginu ef það heldur áfram að spila eins og það gerði gegn Liverpool.

Claudio Ranieri var rekinn frá félaginu fyrir viku síðan. Níu mánuðum eftir að hann gerði liðið að Englandsmeisturum.

Leikmenn liðsins virðast kunna vel við Shakespeare og bakvörðurinn Danny Simpson sagði að hann væri toppmaður og toppþjálfari. Væri ekkert að flækja hlutina.

Hodgson hefur verið atvinnulaus síðan Ísland sló England út úr EM síðasta sumar. Hann sagði af sér eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×