Innlent

Leggur aftur fram frumvarp sem felur í sér að ÞSSÍ verði lögð niður

Atli Ísleifsson skrifar
Utanríkisráðherra segir að megintilgangur frumvarpsins sé að stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og gera stefnumótun málaflokksins markvissari.
Utanríkisráðherra segir að megintilgangur frumvarpsins sé að stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og gera stefnumótun málaflokksins markvissari. Vísir/Vilhelm
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur aftur lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Frumvarpið felur meðal annars í sér að Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) verði lögð niður og verkefni flutt inn í utanríkisráðuneytið.

Utanríkisráðherra lagði fram frumvarpið á síðasta þingi en var það ekki tekið til afgreiðslu. Frumvarpið er nú lagt fram óbreytt.

Í athugasemdum segir að megintilgangur frumvarpsins sé að stuðla að „aukinni skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og gera stefnumótun málaflokksins markvissari.“

Frumvarpið felur í sér að öll verkefni ÞSSÍ verði færð inn í utanríkisráðuneytið, ÞSSÍ verði lögð niður, auk þess að lagðar eru til breytingar á stærð og hlutverki þróunarsamvinnunefndar sem skal vera ráðherra til ráðgjafar varðandi stefnumarkandi ákvarðanatöku um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Þar að auki er gert ráð fyrir að núverandi samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu verði lagt niður. Með þessu er talið að „náist betri heildarsýn yfir málaflokkinn, auðveldara verði að móta stefnu og áherslur Íslands í honum og hrinda stefnunni í framkvæmd með markvissari og hagkvæmari hætti.“

Í bráðabirgðaákvæðum er lagt til að ÞSSÍ verði lögð niður frá og með 1. janúar 2016.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu frumvarpið harðlega á síðasta þingi, sögðu það illa ígrundað og í andstöðu við ráðleggingar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd og eftirlit.

ÞSSÍ var sett á laggirnar árið 1981.


Tengdar fréttir

Segir óbreytt framlög vonbrigði

Framlög til þróunarmála verða óbreytt á næsta ári samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi, þrátt fyrir að vera mjög lág fyrir ríka þjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×