Körfubolti

LeBron og Kyrie skoruðu 30 stig í sigri meistaranna | Myndbönd

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kóngurinn í NBA
Kóngurinn í NBA vísir/getty
Körfuboltaliðin í NBA-deildinni halda áfram að undirbúa sig fyrir komandi tímabil og voru sjö æfingaleikir á dagskrá í nótt.

LeBron James skoraði 15 stig á 17 mínútum og Kyrie Irving 15 stig á 19 mínútum þegar NBA-meistarar Cleveland Cavaliers lögðu Philadelphia 76ers 108-105. Varamaðurinn Jordan McRae var stigahæstur meistaranna með 20 stig af bekknum annan leikinn í röð.

Dwyane Wade skoraði 22 stig fyrir Chicago Bulls sem lagði Paul George-lausa Indiana Pacers 121-105.

Jabari Parker skoraði 21 stig fyrir Milwaukee Bucks sem lagði Dallas Mavericks 88-74. Helstu tilþrif Parker úr leiknum má sjá hér að neðan.

Karl-Anthony Towns fór mikinn þegar Minnesota Timberwolves skellti Miami Heat 109-100. Towns sem er að byrja sitt annað ár í deildinni skoraði 20 stig og tók 10 fráköst á 27 mínútum. Andrew Wiggins skoraði 19 stig fyrir Timberwolves sem margir spá að geti barist um sæti í úrslitakeppninni í vetur eftir mikla eyðimerkurgöngu.

Hassan Whiteside skoraði 17 stig og tók 12 fráköst fyrir Heat og Goran Dragic skoraði 16 stig.

Kyrie og LeBron fara á kostum: Boltameðferð Kyrie: Jabari Parker skorar 21 stig: Jabari, passaðu hausinn!
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×