FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 09:42

Í beinni: Blađamannafundur Íslands í Shkoder

SPORT

LeBron James nćstum ţví búinn ađ keyra niđur ţjálfara NFL-meistaranna | Myndband

 
Körfubolti
23:30 02. MARS 2017
Atvikiđ međ LeBron James og Bill Belichick.
Atvikiđ međ LeBron James og Bill Belichick. VÍSIR/AP

Bill Belichick, þjálfari meistara New England Patriots í ameríska fótboltanum er vanur að umgangast stóra og mikla stráka í sínu daglega starfi.

Belichick lenti hinsvegar næstum því í “samstuði“ við körfuboltamann í NFL-stærð þegar hann mætti á NBA-leik á dögunum og þetta var ekki bara einhver leikmaður heldur sjálfur LeBron James.

Bill Belichick mætti til að sjá sína menn í Boston Celtics taka á móti NBA-meisturum Cleveland Cavaliers. Hann fékk sæti á gólfinu í TD Garden í Boston, en var staðsettur fyrir aftan aðra körfuna.

LeBron James missti jafnvægið í fjórða leikhlutanum þegar hann var að reyna að troða sóknarfrákasti í körfu Boston Celtics. James lenti á myndatökumanni fyrir aftan körfuna og síðan leit út fyrir að James ætlaði að keyra niður Bill Belichick í framhaldinu.

LeBron James tókst hinsvegar að stoppa sig af og koma í veg fyrir áreksturinn við þann sem flestir telja vera besta NFL-þjálfara allra tíma. Tölfræðin segir í það minnsta að hann sé það en Bill Belichick hefur gert New England Patriots fimm sinnum að meisturum.

„Þess vegna hægði ég á mér. Ég ætlaði ekki að keyra niður goðsögn. Ég geri ekki slíkt. Ég vil halda áfram að sjá hann vinna leiki,“ sagði LeBron James í léttum tón eftir leikinn.  Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikunu sem og það sem James sagði um Bill Belichick á Twitter.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / LeBron James nćstum ţví búinn ađ keyra niđur ţjálfara NFL-meistaranna | Myndband
Fara efst