Íslenski boltinn

Laugardalsvöllur nánast ónýtur

Guðjón Guðmundsson skrifar
Nú þykir ólíklegt, og nánast vonlaust, að Fram leiki heimaleiki sína í Pepsí–deildinni á Laugardalsvelli í maí. Fari svo þurfa knattspyrnumenn í Fram að leita annnað.

Fram á þrjá heimaleiki í maímánuði og miðað við ástand vallarins í dag er ólíklegt að spilað verði á Laugardalsvelli fyrr en í byrjun júní.

Jóhann Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvalla,r segir að all verði gert til að koma vellinum í leikhæft ástand en það lítur ekki vel út. En hvað geta Framarar gert.

Jóhann svarar um hvað verði gert og um möguleika í framhaldinu í frétt Guðjóns Guðmundssonar sem má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×