Innlent

Latibær fer í alla breska skóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magnús Scheving leikur Íþróttaálfinn auk þess sem hann er stofnandi Latabæjar. Mynd/ Valli.
Magnús Scheving leikur Íþróttaálfinn auk þess sem hann er stofnandi Latabæjar. Mynd/ Valli.
Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla að nýta sér Latabæ til þess að vekja athygli á mikilvægi heilbrigðs lífstíls fyrir bresk börn.

Í breska blaðinu Guardian kemur fram að Andrew Landslay heilbrigðismálaráðherra hafi trú á því að stjörnurnar úr þáttunum, sem sýndir eru á BBC sjónvarpsstöðinni, geti hvatt ungt fólk til þess að hreyfa sig og gæta að mataræðinu. Þar kemur jafnframt fram að heilbrigðisráðherrann hafi rætt við Magnús Scheving, stofnanda Latabæjar, um það hvernig eigi að standa að málum.

Ingvaldur Einarsson, hjá Latabæ, segir að samningaviðræður standi yfir við breska heilbrigðisráðuneytið og þeim muni hugsanlega ljúka eftir fimm til sex vikur. „Hugmyndin er sú að fara með orkuátak í alla skóla í Bretlandi,“ segir Ingvaldur við Vísi. Hann vill þó ekki tjá sig nánar um málið.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×