Viðskipti innlent

Lántökugjald fellt niður fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta nú sótt um greiðslumat á netinu með rafrænni undirskrift.
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta nú sótt um greiðslumat á netinu með rafrænni undirskrift. Vísir/Pjetur
Íslandsbanki hefur ákveðið að fella niður lántökugjald fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð en þetta er gert í tilefni af því að viðskiptavinir bankans geta nú sótt um greiðslumat á netinu með rafrænni undirskrift.

Í tilkynningu frá bankanum segir að þetta sé liður í því að koma til móts við kröfur viðskiptavina sem vilja geta stundað bankaviðskipti hvar og hvenær sem er.

Niðurfelling lántökugjaldsins kemur til viðbótar lækkun á föstum verðtryggðum húsnæðislánavöxtum sem tóku gildi fyrr að mánuðinum, samkvæmt tilkynningu bankans.

„Sú áskorun sem flest íslensk þjónustufyrirtæki standa frammi fyrir er að mæta auknum kröfum um upplýsingagjöf og sjálfsafgreiðslu á netinu sem eykur skilvirkni fyrir alla aðila. Nú geta einstaklingar og fjölskyldur í fasteignahugleiðingum, með afar lítilli fyrirhöfn, mætt betur undirbúin á fasteignamarkaðinn.  Með því að slá inn eigin forsendur á vef Íslandsbanka liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um greiðslubyrði lána, greiðslugetu lántakenda og hámarkskaupverð fasteigna,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×